Innlent

„Saman munum við mæta þessari stefnu Ingólfs af hörku“

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Sindri Þór til vinstri og Ingólfur, Ingó Veðurguð, til hægri.
Sindri Þór til vinstri og Ingólfur, Ingó Veðurguð, til hægri. Samsett/Vísir

Fyrsta meiðyrðamálið sem Ingólfur Þórarinsson tónlistarmaður hefur höfðað er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur þann 18. janúar næstkomandi. Málið er höfðað gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni sem birti færslu um efnið á Twitter-síðu sinni fyrr í dag. Þar kvaðst hann ætla að mæta Ingólfi af hörku.

Sindri segir í yfirlýsingu sinni að hann sé ekki að stíga fram í þeim tilgangi að sverta æru Ingólfs. Allt sem hann hafi sagt um Ingólf hafi verið í kjölfar ummæla á samfélagsmiðlum, sem hafi flest verið opinber.

„Ég stíg fram til að benda á hvernig fullorðnir menn, líkt og Ingólfur, nýta sér brotalöm í okkar réttarkerfi til að sænga hjá börnum, án afleiðinga fyrir þá en oft með skelfilegum afleiðingum fyrir börnin,“ segir Sindri í yfirlýsingunni.

Sindri kveðst þá ætla að mæta Ingólfi af hörku í dómsalnum og sýna að hann hafi hvergi gengið fram með ærumeiðandi ummælum. Þau orð sem hann hafi látið falla hafi verið byggð á opinberum ummælum að mestu leyti. Þá segist hann hvergi hafa sakað Ingólf um refsiverðan verknað.


Tengdar fréttir

 gati“

Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, einn af þeim fimm sem Ingólfur Þórarinsson hefur kært vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu, segist hafa notað óheflað mál af ásettu ráði. Hann biðst ekki afsökunar á neinu og segir gott að skrif sín hafi stuðað, þar sem um ræði hið ljótasta mál.

Birtir mynd af kröfu­bréfinu og segist að­eins sjá eftir söngnum

Ólöf Tara Harðardóttir, einkaþjálfari og ein þeirra fimm sem fengu kröfubréf frá lögmanni tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, segir að hennar eina eftirsjá sé að syngja og tralla við tónlist Ingólfs. Það sé eina afsökunarbeiðnin sem Ingólfur fái frá henni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.