Innlent

Fella niður flug á fimmtu­dag

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Ljóst er að veðrið mun hafa áhrif á starfsemi félagsins á fimmtudaginn.
Ljóst er að veðrið mun hafa áhrif á starfsemi félagsins á fimmtudaginn. Vísir/Vilhelm

Vegna þess vonskuveðurs sem spáð er í Keflavík næstkomandi fimmtudag mun Icelandair seinka eða aflýsa tilteknum flugferðum þann daginn. Farþegar munu fá nákvæmar leiðbeiningar um breytingarnar og næstu skref.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef flugfélagsins. Þar segir að allir farþegar verði sjálfkrafa endurbókaðir og ný ferðaáætlun send á netfang þeirra. Því þurfi farþegar ekki að hafa samband við flugfélagið nema hin nýja ferðaáætlun henti ekki.

Veðurspár gera ráð fyrir því að lægð frá Bandaríkjunum gangi á land á Íslandi á fimmtudag. Um er að ræða einstaklega djúpa lægð, sem veðurfræðingar hafa sagt með þeim allra dýpstu sem sést hafa hér á landi.


Tengdar fréttir

Sögu­lega djúp lægð í kortunum

Lægðin sem nú stefnir á landið úr vestri stefnir í að verða fádæma djúp. Ef frá eru taldir fellibyljir er ekki vitað um margar lægðir hér á landi sem eru dýpri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×