Lífið

Valentina Pahde birtir myndir frá Ís­lands­heim­sókninni

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Valentina Phade er þekkt leikkona í Þýskalandi.
Valentina Phade er þekkt leikkona í Þýskalandi. Samsett/Getty-Instagram

Þýska leikkonan Valentina Pahde hefur verið á Íslandi síðustu daga. Við sögðum fyrst frá Valentinu þegar hún keppti í Let's dance þáttunum í Þýskalandi á sama tíma og Rúrik Gíslason.

Í sumar var aftur fjallað um Valentinu í tengslum við ástarmál Rúriks þegar hans fyrrverandi kærasta sakaði hann um framhjáhald. Myndir höfðu þá birst af Rúrik og Valentinu saman á eyjunni Mykonos í Grikklandi. Þýskir fjölmiðlar fjölluðu í kjölfarið um samband þeirra. 

Valentina hefur ekki birt neinar myndir af Rúrik í Íslandsheimsókninni en hann hefur birt myndir af sér á ferðalagi um landið með „góðum hóp af fólki“ og talað um að það sé gaman að vera túristi í eigin landi. MBL heldur því fram að þau séu saman á Íslandi.

Rúrik og Valentina tóku bæði þátt í Let's dance sýningarferðalaginu eftir að keppni lauk. Rúrik stóð uppi sem sigurvegari í keppninni ásamt dansfélaga sínum Renötu Luis en Valentina þurfti að sætta sig við annað sætið. 

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá Instagram síðum Rúriks og Valentinu síðustu daga. Á myndunum eru þau bæði klædd í flíkur frá útivistarrisanum 66°Norður. Rúrik fór á Hamborgarafabrikuna í gær, veitingastað systur sinnar og mágs, en ekki fylgdi sögunni hvort Valentina fór með honum. 


Tengdar fréttir

Segir Rúrik hafa haldið fram­hjá sér

Fyrir­sætan Nat­hali­a Soli­ani hefur sakað Rúrik Gíslason, fyrrum lands­liðs­mann í knatt­spyrnu, um að hafa haldið fram hjá sér. Hún er nú hætt að fylgja honum á sam­fé­lags­miðlinum Insta­gram.

Sjáðu sigur­dansinn hans Rúriks

Rúrik Gíslason, fótboltakappi og athafnamaður, sigraði Allir geta dansað í Þýskalandi í gær. Brá hann sér þar í líki þrumuguðsins Þórs, eða allavega Hollywood-útgáfuna af honum.

Kvikmyndin Leynilögga keppir um Gyllta hlébarðann

Á blaðamannafundi í morgun tilkynnti listrænn stjórnandi Locarno að kvikmyndin Leynilögga hafi verið valin á hátíðina. Kvikmyndin keppir þar í aðalkeppni hátíðarinnar sem nefnist Concorso internacionale þar sem keppt er um Gyllta hlébarðann eða Pardo d‘Oro, ein virtustu kvikmyndaverðlaun sem veitt eru ár hvert.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×