Í sumar var aftur fjallað um Valentinu í tengslum við ástarmál Rúriks þegar hans fyrrverandi kærasta sakaði hann um framhjáhald. Myndir höfðu þá birst af Rúrik og Valentinu saman á eyjunni Mykonos í Grikklandi. Þýskir fjölmiðlar fjölluðu í kjölfarið um samband þeirra.
Valentina hefur ekki birt neinar myndir af Rúrik í Íslandsheimsókninni en hann hefur birt myndir af sér á ferðalagi um landið með „góðum hóp af fólki“ og talað um að það sé gaman að vera túristi í eigin landi. MBL heldur því fram að þau séu saman á Íslandi.
Rúrik og Valentina tóku bæði þátt í Let's dance sýningarferðalaginu eftir að keppni lauk. Rúrik stóð uppi sem sigurvegari í keppninni ásamt dansfélaga sínum Renötu Luis en Valentina þurfti að sætta sig við annað sætið.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá Instagram síðum Rúriks og Valentinu síðustu daga. Á myndunum eru þau bæði klædd í flíkur frá útivistarrisanum 66°Norður. Rúrik fór á Hamborgarafabrikuna í gær, veitingastað systur sinnar og mágs, en ekki fylgdi sögunni hvort Valentina fór með honum.