Innlent

Aflýsa sýnatökum vegna veðurs

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Ný tímasetning verður auglýst á mánudag eða þriðjudag.
Ný tímasetning verður auglýst á mánudag eða þriðjudag. Vísir/Vilhelm

Vegna slæmrar veðurspár hefur Covid-sýnatöku sem áður hafði verið auglýst á Vopnafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði á morgun, mánudaginn 3. janúar, verið aflýst.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn lögreglunnar á Austurlandi. Þar kemur fram að ný tímasetning verði tilkynnt síðar á morgun, mánudaginn 3. janúar eða þriðjudaginn 4. janúar. Hún verður auglýst á heimasíðu og á fésbókarsíðu Heilbrigðisstofnunar Austurlands, (HSA), og í tilkynningu frá aðgerðastjórn á Austurlandi á vef lögreglu meðal annars og á fésbókarsíðu lögreglu.

„Þeir sem hafa einkenni COVID smits eru beðnir um að halda sig heima og forðast umgengni við aðra,“ segir í tilkynningunni.

Samkvæmt veðurspá frá Veðurstofu Íslands er spáð norðvestan 20 til 28 metrum á sekúndu og snörpum vindhviðum við fjöll á Austurlandi. Víða skafrenningi með lélegu skyggni og éljum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.