Lífið

„Ótrúlega skemmtilegt ár en ferlega erfitt“

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Guðmundur Felix Grétarsson er kominn til landsins í fyrsta sinn eftir að hafa fengið grædda á sig handleggi. Hann ætlar að taka sér kærkomið frí til að knúsa börnin sín í fyrsta sinn eftir að hafa fengið handleggi, og fékk í gær loks að knúsa nýfætt afabarn sitt.
Guðmundur Felix Grétarsson er kominn til landsins í fyrsta sinn eftir að hafa fengið grædda á sig handleggi. Hann ætlar að taka sér kærkomið frí til að knúsa börnin sín í fyrsta sinn eftir að hafa fengið handleggi, og fékk í gær loks að knúsa nýfætt afabarn sitt. Vísir/Vilhelm

Guðmundur Felix Grétarsson fékk ágræddar hendur á árinu eftir langa bið í Frakklandi. Hann hefur með óbilandi trú og kjarki verið fyrirmynd fólks og sýnt mikla þrautseigju og bjartsýni. 

Guðmundur Felix ræddi sögu sína í löngu og einlægu viðtali á Bylgjunni í gær. Saga Guðmundar er sögð í ævisögunni 11.000 volt sem kom út fyrir jólabókaflóðið og var ein sú vinsælasta á markaðnum fyrir þessi jól. 

„Þetta er bæði búið að vera alveg ótrúlega skemmtilegt ár en alveg ferlega erfitt. Þegar maður er búinn að vera að eltast við eitthvað ákveðið takmarka svona rosalega lengi, ég meina þetta ævintýri með hendurnar byrjar 2007, þá er náttúrulega ótrúlega gaman að ná þessu markmiði en það er ekki síst maðurinn sem maður verður á leiðinni að markmiðinu,“ sagði Guðmundur í viðtalinu í gær. 

Viðtalið er hægt að heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×