Inga Sæland ánægð með skaupið: „Ég er búin að marghlæja að þessu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. janúar 2022 21:50 Til vinstri má sjá hina raunverulegu Ingu Sæland, í miklu stuði eftir að fyrstu tölur bárust í Alþingiskosningunum í september. Til hægri má hins vegar sjá Áramótaskaups-Ingu, sem leikin var af Ólafíu Hrönn Jónsdóttur. Samsett/Skjáskot Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er hæstánægð með það stóra hlutverk sem hún og hennar flokkur fékk í Áramótaskaupi Ríkisútvarpsins þessi áramótin. Hún er búin að horfa á skaupið þrisvar og hyggst gera það oftar, svo ánægð var hún með það. Hún segist ekki taka það inn á sig að gert hafi verið grín að henni í skaupinu. „Auðvitað horfði ég á skaupið og ég er bara ofurstolt. Við vorum þarna stjörnum prýdd, Flokkur fólksins,“ sagði Inga þegar blaðamaður sló á þráðinn til hennar og innti eftir viðbrögðum við Skaupinu. Í einu atriði skaupsins var Inga stödd í leiðtogaumræðum á RÚV. Þar fengu áhorfendur að heyra hvað fulltrúar flokkanna sem voru í framboði til Alþingiskosninganna voru að hugsa. Það er þangað til Inga, sem leikin var af Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, sagði: „Ég segi upphátt allt sem ég hugsa. Líka núna. Ég elska að hlusta á Meatloaf og ryksuga. Ég er komin til að sjá og sigra, Sigurjón digra. Halló Hafnarfjörður, dingdong, bingó!“ Inga kveðst hafa hlegið mikið að atriðinu og finnst „bara töff að taka Meatloaf og ryksuguna á þetta,“ eins og hún kemst sjálf að orði. Þá er hún afar ánægð með leik Ólafíu Hrannar. „Við erum svo sem ekkert líkar á áferðina, en hún var alveg með taktana. Ég hélt nú kannski að þau myndu láta Sóla Hólm leika mig, hann gerir það svo vel.“ Ekkert bjarg of hátt fyrir Flokk fólksins Í öðru atriði í skaupinu hélt Inga, aftur leikin af Ólafíu Hrönn, eins konar predikun sem braust út í svo kraftmikinn söng að fólk sem studdist við hjálpartæki til að ganga gat allt í einu staðið á fætur og dansað hjálparlaust. Þar söng hún lagið Ain‘t No Mountain High Enough, með íslenskum texta, og sagði meðal annars að ekkert fjall væri nógu hátt til að halda Flokki fólksins frá þingi. Inga var einkar ánægð með atriðið og sagði raunar engu logið. „Þetta var allt satt. Það er ekki til það háa bjarg sem Flokkur fólksins getur ekki klifið.“ Í atriðinu mátti sjá bregða fyrir samflokksmönnum Ingu, þeim Tómasi A. Tómassyni, betur þekktum sem Tomma á Búllunni, sem leikinn var af Ladda, og Jakobi Frímanni Magnússyni. Freyr Eyjólfsson fór með hlutverk hans og lék af ástríðu á hljómborð meðan Inga söng. „Ég er bara enn að syngja þetta. Maður verður að læra textann, því við Jakob eigum örugglega eftir að spila þetta þegar við förum á flandur um landið,“ segir Inga og hlær við. Kemst ekki í skaupið nema eftir þér sé tekið Allt í allt segist Inga ánægð að hafa verið í jafn stóru hlutverki í skaupinu og raun bar vitni. Hún komi stolt undan skaupi. „Því það fær enginn að vera í skaupinu nema hann sé umdeildur og eftir honum sé tekið,“ segir Inga og bætir við að henni hafi raunar þótt skaupið allt vera hin mesta meistarasmíð. „Ég er búin að marghlæja að þessu, þetta var alveg æðislegt. Þau eru öll svo frábær, þetta eru náttúrulega okkar bestu leikarar og þau tóku vítt og breitt það sem gerðist yfir árið.“ Inga er búin að horfa þrisvar sinnum á skaupið frá því það var frumsýnt í gærkvöldi, og ætlar sér að horfa oftar. „Því maður sér alltaf eitthvað nýtt og meira til að hlæja að. Að lokum segi ég bara áfram veginn og gleðilegt 2022. Rosalega á þetta eftir að verða mikið betra ár en það síðasta.“ Áramót Áramótaskaupið Ríkisútvarpið Flokkur fólksins Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
„Auðvitað horfði ég á skaupið og ég er bara ofurstolt. Við vorum þarna stjörnum prýdd, Flokkur fólksins,“ sagði Inga þegar blaðamaður sló á þráðinn til hennar og innti eftir viðbrögðum við Skaupinu. Í einu atriði skaupsins var Inga stödd í leiðtogaumræðum á RÚV. Þar fengu áhorfendur að heyra hvað fulltrúar flokkanna sem voru í framboði til Alþingiskosninganna voru að hugsa. Það er þangað til Inga, sem leikin var af Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, sagði: „Ég segi upphátt allt sem ég hugsa. Líka núna. Ég elska að hlusta á Meatloaf og ryksuga. Ég er komin til að sjá og sigra, Sigurjón digra. Halló Hafnarfjörður, dingdong, bingó!“ Inga kveðst hafa hlegið mikið að atriðinu og finnst „bara töff að taka Meatloaf og ryksuguna á þetta,“ eins og hún kemst sjálf að orði. Þá er hún afar ánægð með leik Ólafíu Hrannar. „Við erum svo sem ekkert líkar á áferðina, en hún var alveg með taktana. Ég hélt nú kannski að þau myndu láta Sóla Hólm leika mig, hann gerir það svo vel.“ Ekkert bjarg of hátt fyrir Flokk fólksins Í öðru atriði í skaupinu hélt Inga, aftur leikin af Ólafíu Hrönn, eins konar predikun sem braust út í svo kraftmikinn söng að fólk sem studdist við hjálpartæki til að ganga gat allt í einu staðið á fætur og dansað hjálparlaust. Þar söng hún lagið Ain‘t No Mountain High Enough, með íslenskum texta, og sagði meðal annars að ekkert fjall væri nógu hátt til að halda Flokki fólksins frá þingi. Inga var einkar ánægð með atriðið og sagði raunar engu logið. „Þetta var allt satt. Það er ekki til það háa bjarg sem Flokkur fólksins getur ekki klifið.“ Í atriðinu mátti sjá bregða fyrir samflokksmönnum Ingu, þeim Tómasi A. Tómassyni, betur þekktum sem Tomma á Búllunni, sem leikinn var af Ladda, og Jakobi Frímanni Magnússyni. Freyr Eyjólfsson fór með hlutverk hans og lék af ástríðu á hljómborð meðan Inga söng. „Ég er bara enn að syngja þetta. Maður verður að læra textann, því við Jakob eigum örugglega eftir að spila þetta þegar við förum á flandur um landið,“ segir Inga og hlær við. Kemst ekki í skaupið nema eftir þér sé tekið Allt í allt segist Inga ánægð að hafa verið í jafn stóru hlutverki í skaupinu og raun bar vitni. Hún komi stolt undan skaupi. „Því það fær enginn að vera í skaupinu nema hann sé umdeildur og eftir honum sé tekið,“ segir Inga og bætir við að henni hafi raunar þótt skaupið allt vera hin mesta meistarasmíð. „Ég er búin að marghlæja að þessu, þetta var alveg æðislegt. Þau eru öll svo frábær, þetta eru náttúrulega okkar bestu leikarar og þau tóku vítt og breitt það sem gerðist yfir árið.“ Inga er búin að horfa þrisvar sinnum á skaupið frá því það var frumsýnt í gærkvöldi, og ætlar sér að horfa oftar. „Því maður sér alltaf eitthvað nýtt og meira til að hlæja að. Að lokum segi ég bara áfram veginn og gleðilegt 2022. Rosalega á þetta eftir að verða mikið betra ár en það síðasta.“
Áramót Áramótaskaupið Ríkisútvarpið Flokkur fólksins Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“