Birgitta Haukdal mætti óvænt í brúðkaupið: „Þetta var alveg hápunkturinn“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. janúar 2022 14:44 Kolbrún Helga Pálsdóttir til vinstri og Sonja Björg Írisar Jóhannsdóttir til hægri. Atli Björgvinsson Þeim Sonju Björgu og Kolbrúnu Helgu brá heldur betur í brún þegar Birgitta Haukdal söngkona og Vignir Snær Sigfússon gítarleikari mættu óvænt í brúðkaupið þeirra í gær. Hjónin nýgiftu eru forfallnir Írafárs-aðdáendur og vinkona þeirra ákvað að koma þeim á óvart. Björg Magnúsdóttir sjónvarpskona er vinkonan umrædda. Hún bað Birgittu um að búa til myndbandskveðju sem sýna átti í brúðkaupinu, en Birgitta og Vignir vildu hins vegar „miklu frekar gefa þeim alvöru lifandi gjöf og mæta á staðinn, og syngja lagið sem þær trúlofuðu sig við,“ eins og Birgitta sjálf orðaði það. Brúðkaupið var haldið í heimahúsi og þær ákváðu að hafa það lítið, enda samkomutakmarkanir allsráðandi. Birgitta og Vignir sungu því fyrir utan húsið sem gerði atvikið heldur betur eftirminnilegt. Þá gaf Björg, vinkonan góða, þær stöllur saman en hún er athafnastjóri hjá Siðmennt. Blaðamaður náði tali af Sonju fyrr í dag sem var að vonum glöð með gærdaginn. „Við erum báðar svona forfallnir Írafárs-aðdáendur og vorum búnar að bóka Birgittu Haukdal til að syngja í brúðkaupinu okkar sem átti að vera næsta sumar, en síðan erum við óléttar og eigum von í maí þannig að við erum að fresta brúðkaupinu en vildum samt gifta okkur núna,“ segir Sonja og bætir við að þetta hafi verið mjög óvænt ánægja: „Þetta var alveg hápunkturinn bara.“ Birgitta Haukdal og Vignir Snær syngja í brúðkaupinu.Atli Björgvinsson Eins og fyrr segir eru þær Sonja og Kolbrún miklir aðdáendur hljómsveitarinnar og lagið „Aldrei mun ég“ er í uppáhaldi. „Ég held að Birgitta og Vignir viti alveg hverjar við erum af því við erum alveg vandræðalega mikið alltaf alls staðar og höldum mikið upp á þau,“ segir Sonja og hlær. „Hún tók sem sagt uppáhalds lagið okkar sem ég við einmitt trúlofuðum okkur yfir. Yfir uppáhalds laginu bað ég hennar [Kolbrúnar] og þau tóku það lag í gær þannig að það var mjög viðeigandi. Þetta var bara draumur sko,“ segir Sonja glöð: „Við erum enn þá bara að melta allt sko, við vorum svo ótrúlega hamingjusamar með daginn í gær.“ Brúðkaup Tengdar fréttir Passa börn í brúðkaupum til að safna fyrir eigin barni „Góðan dag! Við erum 28 ára gamalt par sem vinnum báðar á leikskóla og elskum að vera með börnum. Við erum að safna okkur fyrir okkar eigin barni…“Svona hófst færsla sem Sonja Björg Írisar Jóhannsdóttir og Kolbrún Helga Pálsdóttir birtu í Facebook hópnum Brúðkaupshugmyndir. 14. júní 2020 07:00 Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Björg Magnúsdóttir sjónvarpskona er vinkonan umrædda. Hún bað Birgittu um að búa til myndbandskveðju sem sýna átti í brúðkaupinu, en Birgitta og Vignir vildu hins vegar „miklu frekar gefa þeim alvöru lifandi gjöf og mæta á staðinn, og syngja lagið sem þær trúlofuðu sig við,“ eins og Birgitta sjálf orðaði það. Brúðkaupið var haldið í heimahúsi og þær ákváðu að hafa það lítið, enda samkomutakmarkanir allsráðandi. Birgitta og Vignir sungu því fyrir utan húsið sem gerði atvikið heldur betur eftirminnilegt. Þá gaf Björg, vinkonan góða, þær stöllur saman en hún er athafnastjóri hjá Siðmennt. Blaðamaður náði tali af Sonju fyrr í dag sem var að vonum glöð með gærdaginn. „Við erum báðar svona forfallnir Írafárs-aðdáendur og vorum búnar að bóka Birgittu Haukdal til að syngja í brúðkaupinu okkar sem átti að vera næsta sumar, en síðan erum við óléttar og eigum von í maí þannig að við erum að fresta brúðkaupinu en vildum samt gifta okkur núna,“ segir Sonja og bætir við að þetta hafi verið mjög óvænt ánægja: „Þetta var alveg hápunkturinn bara.“ Birgitta Haukdal og Vignir Snær syngja í brúðkaupinu.Atli Björgvinsson Eins og fyrr segir eru þær Sonja og Kolbrún miklir aðdáendur hljómsveitarinnar og lagið „Aldrei mun ég“ er í uppáhaldi. „Ég held að Birgitta og Vignir viti alveg hverjar við erum af því við erum alveg vandræðalega mikið alltaf alls staðar og höldum mikið upp á þau,“ segir Sonja og hlær. „Hún tók sem sagt uppáhalds lagið okkar sem ég við einmitt trúlofuðum okkur yfir. Yfir uppáhalds laginu bað ég hennar [Kolbrúnar] og þau tóku það lag í gær þannig að það var mjög viðeigandi. Þetta var bara draumur sko,“ segir Sonja glöð: „Við erum enn þá bara að melta allt sko, við vorum svo ótrúlega hamingjusamar með daginn í gær.“
Brúðkaup Tengdar fréttir Passa börn í brúðkaupum til að safna fyrir eigin barni „Góðan dag! Við erum 28 ára gamalt par sem vinnum báðar á leikskóla og elskum að vera með börnum. Við erum að safna okkur fyrir okkar eigin barni…“Svona hófst færsla sem Sonja Björg Írisar Jóhannsdóttir og Kolbrún Helga Pálsdóttir birtu í Facebook hópnum Brúðkaupshugmyndir. 14. júní 2020 07:00 Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Passa börn í brúðkaupum til að safna fyrir eigin barni „Góðan dag! Við erum 28 ára gamalt par sem vinnum báðar á leikskóla og elskum að vera með börnum. Við erum að safna okkur fyrir okkar eigin barni…“Svona hófst færsla sem Sonja Björg Írisar Jóhannsdóttir og Kolbrún Helga Pálsdóttir birtu í Facebook hópnum Brúðkaupshugmyndir. 14. júní 2020 07:00