Allt að 72 tíma bið eftir niðurstöðu úr PCR Eiður Þór Árnason skrifar 30. desember 2021 11:52 Löng röð myndaðist við Suðurlandsbraut um jólin. Vísir Óvenjumörg PCR-einkennasýni hafa verið tekin síðustu daga og fjöldinn farið fram úr afkastagetu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans sem sér um greiningu sýnanna. Getur fólk nú átt von á því að bið eftir niðurstöðu sé allt að þrír sólarhringar eða 72 tímar. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins biðlar til fólks að hringja ekki inn á heilsugæslustöðvarnar til að spyrja um niðurstöður sínar úr sýnatöku. Mikið álag sé á stöðvunum og ekkert sem starfsfólk geti gert til að fá niðurstöður fyrr. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilsugæslunni sem segir enn fremur að unnið sé að lausnum til að stytta þessa bið. Greint var frá því í dag að Íslensk erfðagreining hafi á nýjan leik tekið að sér greiningu á innanlandssýnum. Landspítalinn mun í stað þess einbeita sér að greiningu á sýnum frá landamærum. Alls voru tekin 3.973 einkennasýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu í gær. Þá var 1.202 sýni tekin á landamærunum eða í seinni landamæraskimun og 1.061í svokallaðri sóttkvíar- og handahófsskimun. Þetta er næstmesti heildarfjöldi sýna sem tekinn hefur hefur verið á þessu ári. Margir úti í kuldanum um jólin Mjög langar raðir mynduðust við Suðurlandsbraut 34 um jólin og þurftu margir að bíða í á annan klukkutíma í miklum kulda eftir því að komast í einkennasýnatöku. Óljóst er hvernig staðan verður á morgun, gamlársdag en þá verður opið frá 8 til 12 í sýnatöku á Suðurlandsbraut. Á nýarsdag verður ekki opið í hraðpróf né í PCR-sýnatöku fyrir ferðalög en opið verður í PCR-einkenna- og sóttkvíarsýnatöku frá klukkan 10 til 14. Fólk sem er að losna úr sóttkví fær strikamerki sent frá rakningateyminu kvöldið áður. Búið að grípa til aðgerða til að stytta bið Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, greindi frá því í gær að vel hafi gengið að taka sýni á Suðurlandsbraut síðustu daga og tekist að útrýma löngum röðum með breytingum á starfseminni. „Það er alveg hellings aðsókn, meiri en hefur verið, en engin röð því við erum búin að bæta fólki við og breyta. Við erum farin að taka sýni á tveimur stöðum í húsinu,“ sagði Ingibjörg. Hún bætti við að klukkutíma löng bið í röð væri vandamál sem nú sé úr sögunni. Einnig hefur komið fram að veikindi meðal starfsfólks hafi takmarkað afkastagetu sýnatökunnar yfir jólahátíðina. Heilsugæsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þórólfur hringdi í Kára: Íslensk erfðagreining tekur sýnatökuna innanlands að sér Íslensk erfðagreining hefur á nýjan leik tekið að sér greiningu á sýnum innanlnads. Gríðarlegt álag hefur verið í greiningu sýna á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og biðtími verið allt að 72 klukkustundir eftir niðurstöðu. 30. desember 2021 12:08 Klukkutíma sýnatökuröð úr sögunni eftir breytingar hjá heilsugæslunni Vel hefur gengið að taka Covid-sýni á Suðurlandsbraut síðustu daga, eftir að fréttir bárust af því nú um helgina að löng röð hafi myndast við sýnatökuhúsið og fólk jafnvel þurft að bíða í röð fyrir utan í meira en klukkustund. 29. desember 2021 15:34 Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins biðlar til fólks að hringja ekki inn á heilsugæslustöðvarnar til að spyrja um niðurstöður sínar úr sýnatöku. Mikið álag sé á stöðvunum og ekkert sem starfsfólk geti gert til að fá niðurstöður fyrr. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilsugæslunni sem segir enn fremur að unnið sé að lausnum til að stytta þessa bið. Greint var frá því í dag að Íslensk erfðagreining hafi á nýjan leik tekið að sér greiningu á innanlandssýnum. Landspítalinn mun í stað þess einbeita sér að greiningu á sýnum frá landamærum. Alls voru tekin 3.973 einkennasýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu í gær. Þá var 1.202 sýni tekin á landamærunum eða í seinni landamæraskimun og 1.061í svokallaðri sóttkvíar- og handahófsskimun. Þetta er næstmesti heildarfjöldi sýna sem tekinn hefur hefur verið á þessu ári. Margir úti í kuldanum um jólin Mjög langar raðir mynduðust við Suðurlandsbraut 34 um jólin og þurftu margir að bíða í á annan klukkutíma í miklum kulda eftir því að komast í einkennasýnatöku. Óljóst er hvernig staðan verður á morgun, gamlársdag en þá verður opið frá 8 til 12 í sýnatöku á Suðurlandsbraut. Á nýarsdag verður ekki opið í hraðpróf né í PCR-sýnatöku fyrir ferðalög en opið verður í PCR-einkenna- og sóttkvíarsýnatöku frá klukkan 10 til 14. Fólk sem er að losna úr sóttkví fær strikamerki sent frá rakningateyminu kvöldið áður. Búið að grípa til aðgerða til að stytta bið Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, greindi frá því í gær að vel hafi gengið að taka sýni á Suðurlandsbraut síðustu daga og tekist að útrýma löngum röðum með breytingum á starfseminni. „Það er alveg hellings aðsókn, meiri en hefur verið, en engin röð því við erum búin að bæta fólki við og breyta. Við erum farin að taka sýni á tveimur stöðum í húsinu,“ sagði Ingibjörg. Hún bætti við að klukkutíma löng bið í röð væri vandamál sem nú sé úr sögunni. Einnig hefur komið fram að veikindi meðal starfsfólks hafi takmarkað afkastagetu sýnatökunnar yfir jólahátíðina.
Heilsugæsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þórólfur hringdi í Kára: Íslensk erfðagreining tekur sýnatökuna innanlands að sér Íslensk erfðagreining hefur á nýjan leik tekið að sér greiningu á sýnum innanlnads. Gríðarlegt álag hefur verið í greiningu sýna á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og biðtími verið allt að 72 klukkustundir eftir niðurstöðu. 30. desember 2021 12:08 Klukkutíma sýnatökuröð úr sögunni eftir breytingar hjá heilsugæslunni Vel hefur gengið að taka Covid-sýni á Suðurlandsbraut síðustu daga, eftir að fréttir bárust af því nú um helgina að löng röð hafi myndast við sýnatökuhúsið og fólk jafnvel þurft að bíða í röð fyrir utan í meira en klukkustund. 29. desember 2021 15:34 Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Þórólfur hringdi í Kára: Íslensk erfðagreining tekur sýnatökuna innanlands að sér Íslensk erfðagreining hefur á nýjan leik tekið að sér greiningu á sýnum innanlnads. Gríðarlegt álag hefur verið í greiningu sýna á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og biðtími verið allt að 72 klukkustundir eftir niðurstöðu. 30. desember 2021 12:08
Klukkutíma sýnatökuröð úr sögunni eftir breytingar hjá heilsugæslunni Vel hefur gengið að taka Covid-sýni á Suðurlandsbraut síðustu daga, eftir að fréttir bárust af því nú um helgina að löng röð hafi myndast við sýnatökuhúsið og fólk jafnvel þurft að bíða í röð fyrir utan í meira en klukkustund. 29. desember 2021 15:34
Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04