Innlent

113 stúdenta­í­búðir verða út­búnar á Hótel Sögu

Atli Ísleifsson skrifar
Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta greiða tæpa fimm milljarða króna fyrir kaupin á Hótel Sögu, Bændahöllinni, sem voru undirrituð 22. desember síðastliðinn.
Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta greiða tæpa fimm milljarða króna fyrir kaupin á Hótel Sögu, Bændahöllinni, sem voru undirrituð 22. desember síðastliðinn. Vísir/Vilhelm

Félagsstofnun stúdenta (FS) mun fá fjórðu til sjöundu hæð norðurálmu Hótels Sögu í sinn hlut og verða 113 stúdentaíbúðir útbúnar þar. Þá hefur FS óskað eftir að fá að stunda veitingarekstur á fyrstu hæð hótelsins þar sem hefur verið rekið veitingahús.

Frá þessu segir í Morgunblaðinu í morgun, en gengið var frá kaupum ríkisins og FS á Bændahöllinni á dögunum fyrir 4,9 milljarða króna. 

Reiknað er með að ráðast þurfi í talsverðar viðgerðir og breytingar á byggingunni sem verður nýtt bæði sem kennsluhúsnæði, meðal annars fyrir menntavísindasvið, og fyrir stúdentaíbúðir. FS keypti 27 prósenta hlut í Bændahöllinni á móti ríkinu.

Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, segir að ekki þurfi að brjóta niður veggi til að sameina herbergi en að koma þurfi upp eldhúsaðstöðu í herbergjunum 113. 

FS muni fá húsnæðið afhent í áföngum á næstu vikum og mánuðum og verði þá ráðist í ástandsskoðun, en hún vonast til að hægt verði að taka íbúðirnar í notkun í upphafi þarnæsta árs.

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í samtali við Vísi á dögunum að stefnt sé að því að endurbótum á húsnæði Bændahallarinnar verði lokið á tveimur til tveimur og hálfu ári og að húsið verði að fullu komið í gang haustið 2024.


Tengdar fréttir

Há­skólinn og FS kaupa Bænda­höllina fyrir 4,9 milljarða

Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta munu greiða tæpa fimm milljarða króna fyrir kaupin á Hótel Sögu, Bændahöllinni, sem voru undirrituð í gær. Gert er ráð fyrir að ráðast þurfi í talsverðar viðgerðir og breytingar á byggingunni, sem verður nýtt bæði sem kennsluhúsnæði og í íbúðir fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. 

Skrifað undir kaupin á Hótel Sögu

Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta hafa fest kaup á Hótel Sögu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bændasamtökum Íslands, fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Félagsstofnun stúdenta. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×