Óvenjulegar jólakveðjur vekja athygli hlustenda Rásar 1 Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. desember 2021 13:30 Lesnar jólakveðjur á Rás 1 eru fastur liður í jólahefðum margra Íslendinga. Vísir/Vilhelm Jólakveðjurnar sem lesnar eru á Rás 1 í aðdraganda jóla og áramóta eru í huga margra órjúfanlegur hluti af jólahefðinni hér á landi. Fjölmargir senda vinum og ættingjum jólakveðjur í útvarpinu, sem oftar en ekki eru hugheilar. Jólakveðjum hvaðanæva af landinu hefur rignt yfir hlustendur gufunnar á síðustu dögum, með tilheyrandi óskum um gleðileg jól og farsælt komandi ár, með þakkir fyrir stundirnar á árinu sem er að líða, og svo framvegis. Nú virðist hinsvegar sem kímnir kveðjusendendur hafi fangað athygli netverja í ár, en nokkrar óhefðbundnar kveðjur hafa heyrst á öldum ljósvakans í aðdraganda jólanna sem senn ganga í garð og verið deilt á Twitter. Nokkrar þeirra má heyra hér að neðan. Bessí og Dæi senda til að mynda „nánast öllum landsmönnum hugheilar jóla-, nýárs- og páskakveðjur,“ og hvetja sérstaklega til dáða KR og Jesú. Það virðist vera einhver keppni í gangi um óhefðbundnustu jólakveðjuna þetta árið. Bessí og Dæi komin í úrslit ásamt honum Magga sem sendi kveðju í gær 🎄 pic.twitter.com/dFhXQGOljD— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) December 23, 2021 Snæbjörn spyr þá einfaldlega hver ætli að eiga gleðileg jól. Og hér er ein frá honum Snæbirni. pic.twitter.com/2MYDF34EAs— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) December 23, 2021 Maggi, Maggi, heimsins besti Maggi sendir „eldheitar jólakveðjur af þakinu.“ Væri til í að kynnast þessum Magga. pic.twitter.com/FUiYPdjKzJ— Grétar Þór (@gretarsigurds) December 22, 2021 Þá fengu allir í Swingerklúbbi Vesturbæjar, sem er félagsskapur sem fréttamaður þekkir ekki nánari deili á, hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Jólakveðja til allra í Swingerklúbbi Vesturbæjar 🍍 pic.twitter.com/L3EWSltQFB— Andrea Sigurðardóttir (@andreasig) December 23, 2021 Mjá, mjá, mjá, mjá segja Harry og Helga Ingibjörg í kveðju frá Hryllingi en netverjar velta því fyrir sér hvort bærinn Hryllingur sé til. Veit ég hvort bærinn Hryllingur sé til? Nei. Býr mamma þar á Þorláksmessu nú annað árið í röð? Já. Jólakveðja frá Hryllingi. Gleðilega hátíð! pic.twitter.com/f8IFqX1Byz— Ellen Geirs (@EllenGeirs_) December 24, 2021 Jól Ríkisútvarpið Grín og gaman Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Fleiri fréttir Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sjá meira
Jólakveðjum hvaðanæva af landinu hefur rignt yfir hlustendur gufunnar á síðustu dögum, með tilheyrandi óskum um gleðileg jól og farsælt komandi ár, með þakkir fyrir stundirnar á árinu sem er að líða, og svo framvegis. Nú virðist hinsvegar sem kímnir kveðjusendendur hafi fangað athygli netverja í ár, en nokkrar óhefðbundnar kveðjur hafa heyrst á öldum ljósvakans í aðdraganda jólanna sem senn ganga í garð og verið deilt á Twitter. Nokkrar þeirra má heyra hér að neðan. Bessí og Dæi senda til að mynda „nánast öllum landsmönnum hugheilar jóla-, nýárs- og páskakveðjur,“ og hvetja sérstaklega til dáða KR og Jesú. Það virðist vera einhver keppni í gangi um óhefðbundnustu jólakveðjuna þetta árið. Bessí og Dæi komin í úrslit ásamt honum Magga sem sendi kveðju í gær 🎄 pic.twitter.com/dFhXQGOljD— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) December 23, 2021 Snæbjörn spyr þá einfaldlega hver ætli að eiga gleðileg jól. Og hér er ein frá honum Snæbirni. pic.twitter.com/2MYDF34EAs— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) December 23, 2021 Maggi, Maggi, heimsins besti Maggi sendir „eldheitar jólakveðjur af þakinu.“ Væri til í að kynnast þessum Magga. pic.twitter.com/FUiYPdjKzJ— Grétar Þór (@gretarsigurds) December 22, 2021 Þá fengu allir í Swingerklúbbi Vesturbæjar, sem er félagsskapur sem fréttamaður þekkir ekki nánari deili á, hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Jólakveðja til allra í Swingerklúbbi Vesturbæjar 🍍 pic.twitter.com/L3EWSltQFB— Andrea Sigurðardóttir (@andreasig) December 23, 2021 Mjá, mjá, mjá, mjá segja Harry og Helga Ingibjörg í kveðju frá Hryllingi en netverjar velta því fyrir sér hvort bærinn Hryllingur sé til. Veit ég hvort bærinn Hryllingur sé til? Nei. Býr mamma þar á Þorláksmessu nú annað árið í röð? Já. Jólakveðja frá Hryllingi. Gleðilega hátíð! pic.twitter.com/f8IFqX1Byz— Ellen Geirs (@EllenGeirs_) December 24, 2021
Jól Ríkisútvarpið Grín og gaman Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Fleiri fréttir Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”