Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn mælist jafnstór og í kosningunum 2018

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hildur Björnsdóttir vill leiða Sjálfstæðisflokkinn en Dagur hefur ekki gefið upp hvort hann hyggst halda áfram.
Hildur Björnsdóttir vill leiða Sjálfstæðisflokkinn en Dagur hefur ekki gefið upp hvort hann hyggst halda áfram.

Sjálfstæðisflokkurinn fengi átta borgarfulltrúa kjörna ef gengið yrði til kosninga í Reykjavík í dag. Samfylkingin fengi sex fulltrúa kjörna, Píratar þrjá, Viðreisn tvo og Vinstri græn einn. Meirihlutinn héldi því.

Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag en um er að ræða skoðanakönnun Prósents.

Sjálftæðisflokkurinn mælist með sama fylgi og hann fékk í kosningunum 2018 en hefur bætt sig umtalsvert frá því fyrir ári, þegar hann mældist með rúm 23 prósent.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir tíðindin jákvæð.

„Ég hef oft séð að fylgi flokka í meirihlutasamstarfi sígur á síðari hluta kjörtímabilsins, áður en kosningabaráttan hefst. Það er ekki á vísan að róa með neitt í pólitík og mér sýnist geta stefnt í spennandi kosningavetur.“

Dagur segist munu greina frá því eftir hátíðirnar hvort hann gefur kost á sér áfram.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×