Innlent

Gekk á skíðum fyrir Ljósið og sló Ís­lands­­met

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Á myndinni eru hin frænku fimm sem gengu í átján klukkutíma, frá sólsetri að sólarupprás.
Á myndinni eru hin frænku fimm sem gengu í átján klukkutíma, frá sólsetri að sólarupprás. Aðsend/Ljósið

Velunnarar Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir krabbameinsgreinda, gengu samanlagt 2721 kílómetra á gönguskíðum í gærkvöldi og í gærnótt. Skíðagangan hófst við sólsetur klukkan 16 í gær og lauk átján tímum síðar, við sólarupprás í morgun. Gengið var upp í Bláfjöll og boðið var upp á kakó og bananabrauð fyrir þátttakendur.

Verkefnið er hugarfóstur félaganna Einars Ólafssonar og Óskars Páls Sveinssonar. Markmið skíðagöngunnar var að safna áheitum til styrktar Ljóssins og starfsemi þess. Garparnir hugðust ganga tveir í upphafi en buðu öllum með sem vildu. Einar gerði sér lítið fyrir og sló Íslandsmet við gönguna en hann gekk samtals 202,9 kílómetra á gönguskíðum á meðan verkefninu stóð.

Skíðagarpar og aðrir velunnarar Ljóssins voru ekki lengi að taka við sér en allt í allt voru um 170 manns sem tóku þátt í viðburðinum. Fólk gekk jafnlangt og því lysti en fimm tóku gönguna alla leið og gengu á gönguskíðum í átján klukkutíma samfleytt. Hér má nálgast nánari upplýsingar um verkefnið.

Hægt er að heita á verkefnið fram að áramótum en styrktarlínur má sjá hér að neðan.

S: 907-1010 fyrir 1.000 kr.

S: 907-1030 fyrir 3.000 kr.

S: 907-1050 fyrir 5.000 kr.

Einnig er hægt að leggja inn á styrktarreikning Ljóssins:

Reikningsnúmer: 130-26-410420

Kennitala: 590406-0740



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×