Skjálftarnir líkjast undanfara eldgoss Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. desember 2021 11:51 Magnús Tumi, prófessor í jarðeðlisfræði, segist alls ekki spenntur fyrir nýju gosi rétt fyrir jól. vísir/vilhelm Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi er mjög svipuð undanfara eldgossins sem hófst í Geldingadölum í vor. Prófessor í jarðeðlisfræði telur líklegt að kvika sé að brjóta sér leið upp að jarðskorpunni en segir alls ekki víst að hún muni skila sér á yfirborðið í eldgosi. Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi á Reykjanesi vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í gærkvöldi og hefur litakóði vegna flugs verið færður á appelsínugulan. Nokkrir snarpir skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu en sá stærsti mældist 4,9 að stærð og varð rétt fyrir klukkan hálf tíu í morgun. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að atburðarásin geti verið undanfari annars eldgoss á svæðinu. „Þetta er mjög líkt skjálftunum eða skjálftavirkninni sem var þarna vikurnar áður en að gaus. Þannig þetta líkist óneitanlega því að kvika sé að leita aftur upp í jarðskorpuna,“ segir Magnús Tumi. Ekki kerfið að jafna sig Áður en of mikið sé fullyrt um stöðuna verði þó fyrst að skoða gögn úr GPS-mælum og sjá hvort jörðin sé að gliðna á svæðinu. Vísindaráð hefur fundað um stöðuna síðan klukkan 11. „Við verðum bara að bíða og sjá til hvers þetta leiðir. Þetta er náttúrulega eitthvað sem við verðum að vera viðbúin. Þó að þetta tiltekna gos sé búið þá verðum við að vera viðbúin því að það komi meira í kjölfarið,“ segir Magnús Tumi. Hann segir útilokað að þetta sé aðeins svæðið að jafna sig eftir gosið - skjálftavirknin sé ekki þess eðlis. „Nei, þetta ber því miður ekki þess merki að þetta sé kerfið að jafna sig. Þetta er allt of mikið til þess,“ segir hann. Kvika sé líklega að brjóta sér leið upp að jarðskorpunni en það þýðir þó alls ekki endilega að hún skili sér alla leið upp á yfirborðið í eldgosi. Hún gæti vel stoppað einhvers staðar á leiðinni. Enginn vill gos rétt fyrir jól Skjálftarnir hafa truflað Grindvíkinga nokkuð en þeir hafa fundist vel í bænum , sem er sá næsti við upptök skjálftanna. „Það var auðvitað óþægilegt að vera að fá svona jarðskjálftahrinu aftur núna eftir að þetta hafði legið niðri legni vel. Þannig að menn vöknuðu margir upp við vondan draum í nótt þar sem var farið að skjálfa og fannst greinilega fyrir þessum skjálftum. Og það heldur áfram enn þá,“ sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, í samtali við Vísi í morgun. Það virðist þannig enginn spenntur fyrir nýju gosi - ekki einu sinni jarðeðlisfræðingarnir. „Nei, nei, það er ekkert þannig að neinn sé hoppandi hér af gleði. Heldur frekar æj, æj, þurfti þetta nú að gerast núna akkúrat daginn fyrir Þorláksmessu,“ segir Magnús Tumi. „Það hefur enginn áhuga á að fá þetta rétt fyrir jól. En við stjórnum þessu ekki.“ Varhugavert að vera á svæðinu Frá því að skjálftahrinan hófst í gær hafa mælst 26 skjálftar af stærð þrír eða stærri. Vísindaráðsfundi lauk rétt eftir klukkan 12. Niðurstaða fundarins er sú að líklegasta skýring skjálftavirkninnar sé að kvika sé farin að troða sér inní brotgjarna hluta skorpunnar. „M.ö.o. kvikuhlaup er í gangi sem er líklega að færast um sama kvikugang og myndaðist í aðdraganda gossins í vor. Það er ákveðin óvissa um þær sviðsmyndir sem geta orðið en ein sviðsmynd er að kvika geti komið upp á yfirborðið nokkuð hratt.“ Töluverð óvissa sé uppi varðandi hvenær þetta gæti gerst og eins nákvæmlega hvar þó líklegast sé að kvikan komi aftur upp um sömu sprungur og það hefur þegar gert áður. „Það er varhugavert að vera á svæðinu og hafa Almannavarnir lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinunnar.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Grindavík Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Óvissustig vegna skjálftanna við Fagradalsfjall Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýsir yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall. Hrinan hófst í gær og stendur enn yfir. 22. desember 2021 10:08 Tíu skjálftar yfir 3 að stærð og flugkóða breytt í appelsínugulan Veðurstofa hefur breytt fluglitakóða í appelsínugulan sökum skjálftavirkni um tveimur til fjórum kílómetrum norðaustur af Geldingadölum sem jókst til muna um klukkan 18 í gærkvöldi. 22. desember 2021 06:15 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi á Reykjanesi vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í gærkvöldi og hefur litakóði vegna flugs verið færður á appelsínugulan. Nokkrir snarpir skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu en sá stærsti mældist 4,9 að stærð og varð rétt fyrir klukkan hálf tíu í morgun. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að atburðarásin geti verið undanfari annars eldgoss á svæðinu. „Þetta er mjög líkt skjálftunum eða skjálftavirkninni sem var þarna vikurnar áður en að gaus. Þannig þetta líkist óneitanlega því að kvika sé að leita aftur upp í jarðskorpuna,“ segir Magnús Tumi. Ekki kerfið að jafna sig Áður en of mikið sé fullyrt um stöðuna verði þó fyrst að skoða gögn úr GPS-mælum og sjá hvort jörðin sé að gliðna á svæðinu. Vísindaráð hefur fundað um stöðuna síðan klukkan 11. „Við verðum bara að bíða og sjá til hvers þetta leiðir. Þetta er náttúrulega eitthvað sem við verðum að vera viðbúin. Þó að þetta tiltekna gos sé búið þá verðum við að vera viðbúin því að það komi meira í kjölfarið,“ segir Magnús Tumi. Hann segir útilokað að þetta sé aðeins svæðið að jafna sig eftir gosið - skjálftavirknin sé ekki þess eðlis. „Nei, þetta ber því miður ekki þess merki að þetta sé kerfið að jafna sig. Þetta er allt of mikið til þess,“ segir hann. Kvika sé líklega að brjóta sér leið upp að jarðskorpunni en það þýðir þó alls ekki endilega að hún skili sér alla leið upp á yfirborðið í eldgosi. Hún gæti vel stoppað einhvers staðar á leiðinni. Enginn vill gos rétt fyrir jól Skjálftarnir hafa truflað Grindvíkinga nokkuð en þeir hafa fundist vel í bænum , sem er sá næsti við upptök skjálftanna. „Það var auðvitað óþægilegt að vera að fá svona jarðskjálftahrinu aftur núna eftir að þetta hafði legið niðri legni vel. Þannig að menn vöknuðu margir upp við vondan draum í nótt þar sem var farið að skjálfa og fannst greinilega fyrir þessum skjálftum. Og það heldur áfram enn þá,“ sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, í samtali við Vísi í morgun. Það virðist þannig enginn spenntur fyrir nýju gosi - ekki einu sinni jarðeðlisfræðingarnir. „Nei, nei, það er ekkert þannig að neinn sé hoppandi hér af gleði. Heldur frekar æj, æj, þurfti þetta nú að gerast núna akkúrat daginn fyrir Þorláksmessu,“ segir Magnús Tumi. „Það hefur enginn áhuga á að fá þetta rétt fyrir jól. En við stjórnum þessu ekki.“ Varhugavert að vera á svæðinu Frá því að skjálftahrinan hófst í gær hafa mælst 26 skjálftar af stærð þrír eða stærri. Vísindaráðsfundi lauk rétt eftir klukkan 12. Niðurstaða fundarins er sú að líklegasta skýring skjálftavirkninnar sé að kvika sé farin að troða sér inní brotgjarna hluta skorpunnar. „M.ö.o. kvikuhlaup er í gangi sem er líklega að færast um sama kvikugang og myndaðist í aðdraganda gossins í vor. Það er ákveðin óvissa um þær sviðsmyndir sem geta orðið en ein sviðsmynd er að kvika geti komið upp á yfirborðið nokkuð hratt.“ Töluverð óvissa sé uppi varðandi hvenær þetta gæti gerst og eins nákvæmlega hvar þó líklegast sé að kvikan komi aftur upp um sömu sprungur og það hefur þegar gert áður. „Það er varhugavert að vera á svæðinu og hafa Almannavarnir lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinunnar.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Grindavík Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Óvissustig vegna skjálftanna við Fagradalsfjall Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýsir yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall. Hrinan hófst í gær og stendur enn yfir. 22. desember 2021 10:08 Tíu skjálftar yfir 3 að stærð og flugkóða breytt í appelsínugulan Veðurstofa hefur breytt fluglitakóða í appelsínugulan sökum skjálftavirkni um tveimur til fjórum kílómetrum norðaustur af Geldingadölum sem jókst til muna um klukkan 18 í gærkvöldi. 22. desember 2021 06:15 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Óvissustig vegna skjálftanna við Fagradalsfjall Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýsir yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall. Hrinan hófst í gær og stendur enn yfir. 22. desember 2021 10:08
Tíu skjálftar yfir 3 að stærð og flugkóða breytt í appelsínugulan Veðurstofa hefur breytt fluglitakóða í appelsínugulan sökum skjálftavirkni um tveimur til fjórum kílómetrum norðaustur af Geldingadölum sem jókst til muna um klukkan 18 í gærkvöldi. 22. desember 2021 06:15
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent