Innlent

Reglurnar taka gildi á miðnætti annað kvöld

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Willum Þór og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum fundi í morgun.
Willum Þór og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum fundi í morgun. Vísir/Vilhelm

Hertar aðgerðir innanlands taka gildi á miðnætti annað kvöld, þ.e. á Þorláksmessu. Þetta staðfestir Milla Ósk Magnúsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, við fréttastofu.

Fram kom í máli Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra í beinni útsendingu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að aðgerðirnar tækju gildi á miðnætti. Á vef stjórnarráðsins um klukkustund síðar kom fram að reglugerðin tæki gildi á miðnætti annað kvöld.

Fréttastofa hafði samband við aðstoðarmann ráðherra til að fá þetta á hreint. Milla Ósk staðfestir að aðgerðirnar taki gildi annað kvöld.

Fréttin er í vinnslu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×