Ríkisstjórnin fundar klukkan 9.30 og ræðir tillögur Þórólfs Hólmfríður Gísladóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 21. desember 2021 06:55 Gert er ráð fyrir að Willum Þór Þórsson heilbrigðissráðherra greini frá nýjum sóttvarnaaðgerðum í dag. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin hittist á fundi um klukkan 9.30 í dag. Þar verða tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar ræddar. Að fundi loknum er fastlega búist við því að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynni nýtt fyrirkomulag. Vísir verður sem fyrr í beinni útsendingu frá ráðherrabústaðnum að loknum ríkisstjórnarfundi. Þangað til greinum við frá nýjustu tíðindum í textalýsingu í vaktinni hér að neðan. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að í tillögum sóttvarnalæknis sé lagt til að gripið verði til þess ráðs að koma á 20 manna samkomutakmörkunum og þá stendur til að lengja jólafrí í skólum fram til 10. janúar. Þá greindi Ríkisútvarpið frá því að Þórólfur leggi til að tveggja metra nálægðarreglan verði tekin upp aftur og að 200 manna hólf verði heimil á viðburðum gegn framvísun hraðprófs. Að auki er fullyrt að sóttvarnalæknir leggi jafnframt til að sundlaugar og líkamsræktarstöðvar megi taka við helmingi færri gestum en venjulega og að opnunartími veitinga- og skemmtistaða verð styttur enn frekar. Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku má sjá að ofan og vaktina hér að neðan.
Að fundi loknum er fastlega búist við því að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynni nýtt fyrirkomulag. Vísir verður sem fyrr í beinni útsendingu frá ráðherrabústaðnum að loknum ríkisstjórnarfundi. Þangað til greinum við frá nýjustu tíðindum í textalýsingu í vaktinni hér að neðan. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að í tillögum sóttvarnalæknis sé lagt til að gripið verði til þess ráðs að koma á 20 manna samkomutakmörkunum og þá stendur til að lengja jólafrí í skólum fram til 10. janúar. Þá greindi Ríkisútvarpið frá því að Þórólfur leggi til að tveggja metra nálægðarreglan verði tekin upp aftur og að 200 manna hólf verði heimil á viðburðum gegn framvísun hraðprófs. Að auki er fullyrt að sóttvarnalæknir leggi jafnframt til að sundlaugar og líkamsræktarstöðvar megi taka við helmingi færri gestum en venjulega og að opnunartími veitinga- og skemmtistaða verð styttur enn frekar. Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku má sjá að ofan og vaktina hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira