Innlent

Nýir veikleikar í Log4j uppgötvuðust

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðmundur Arnar Sigmundsson sviðsstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS hjá Fjarskiptastofu.
Guðmundur Arnar Sigmundsson sviðsstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS hjá Fjarskiptastofu. Vísir/Sigurjón

Um helgina uppgötvuðust nýir veikleikar í Log4j kóða safninu sem rekstraraðilar þurfa að bregðast við. Enn er mikið um tilraunir til árása sem byggja á veikleikanum. Í ljósi þessara upplýsinga ríkir áfram óvissustig almannavarna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra. Þar segir að áfram verði fylgst náið með þróun veikleikans og mögulegum áhrifum. Rekstraraðilar bregðist við nýjum upplýsingum eftir því sem þær berast og miðað við tilefni.

Allir ómissandi innviðir og þjónusta starfa eðlilega og eru ekki skert eða takmörkuð á þessum tímapunkti. Ekkert atvik hefur verið tilkynnt þar sem brotist hefur verið inn í kerfi með Log4j veikleika.


Tengdar fréttir

Syndis gefur út leiðbeiningar til stjórnenda vegna Log4j veikleikans

Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur gefið út leiðbeiningar til stjórnenda vegna Log4j veikleikans. Ríkislögreglustjóri, í samráði við netöryggissveitina CERT-IS og Fjarskiptastofu, hafa meðal annars virkjað óvissustig Almannavarna vegna veikleikans.

Mikill vöxtur er í til­raunum til tölvu­á­rása vegna Log4j

Netöryggissveitinni CERT-IS hefur ekki verið tilkynnt um atvik þar sem brotist hefur verið inn í kerfi með Log4j veikleikanum en mikill vöxtur er í tilraunum til árása. Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna veikleikans.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×