Þorgerður Katrín segir hættulegt að verða við kröfum Rússa Heimir Már Pétursson skrifar 19. desember 2021 14:28 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir fráleitt að verða við kröfum Rússa varðandi veru herafla NATO í bandalagsríkjunum Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi. Íslendingar geti ekki skorast undan ef ákveðið verði að herða á viðskiptaþvingunum gegn Rússum. Vísir/Arnar Formaður Viðreisnar sem jafnframt situr í utanríkismálanefnd segir að engin ein aðildarþjóð Atlantshafsbandalagsins geti ákveðið viðbrögð þess ef Rússar ráðast inn í Úkraínu. En breski varnarmálaráðherrann segir ósennilegt að NATO myndi senda hersveitir þangað Úkraínumönnum til varnar ef til innrásar kæmi. Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands segir í viðtali við tímaritið Spectator að forystumenn NATO ríkjanna ættu ekki einu sinni að gefa því opinberlega undir fótinn að hersveitir bandalagsins myndu koma Úkraínumönnum til varnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar situr í utanríkismálanefnd Alþingis og segir NATO ríkin í heild ákveða viðbrögð bandalagsins ef Rússar réðust inn í Úkraínu. Rússneskar hersveitir á nýlegri heræfingu í Hvítarússlandi.Vadim Savitskiy/Rússneska varnarmálaráðuneytið/AP „Við þurfum hins vegar að skoða hvað er að gerast í Úkraínu. Þetta er fullvalda ríki sem hefur tekið þá ákvörðun að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Mér finnst eðlilegt að NATO og Bandaríkin geri það sem þau geta til að efla her og varnir Úkraínu. En auðvitað er það risapólitísk spurning hvort NATO eigi að taka þátt í að verja Úkraínu,“ segir Þorgerður Katrín. Afstaða einstakra NATO ríkja megi ekki ráðast af þeim viðskiptahagsmunum sem ein þjóð kunni að hafa fram yfir aðra, í þessi tilviki Bretar. Íslendingar sem herlaus þjóð taki ekki þátt í ákvörðunum innan NATO um hernaðarátök. Vladimír Pútín forseti Rússlands hefur sent um sjötíu þúsund hermenn að austurlandamærum Úkraínu og krefst þess að NATO lýsi því yfir að landið fái aldrei aðild að bandalaginu. Pútin vill fund með Joe Biden Bandaríkjaforseta þar sem hann krefst þess einnig að herafli NATO í bandalagsríkjunum við Eystrasalt og Póllandi verði kallaðar til baka.AP/Alexander Zemlianichenko „En það sem við getum gert er að taka þátt í viðskiptaþvingunum. Það er kannski það vopn sem NATO ríkin og Evrópuríkin hafa einna helst beitt gagnvart Rússum. Það er mjög eðlilegt að Ísland taki fullan þátt í slíkum viðskiptaþvingunum. Við Íslendingar verðum líka að hugsa heildstætt um okkar hagsmuni. Við megum heldur ekki litast af því að það séu einhverjir hagsmunir hér innanlands sem lita hvaða afstöðu við tökum í utanríkispólitík,“ segir formaður Viðreisnar. Kröfur Rússa um að vestrænar hersveitir NATO hverfi frá bandalagsríkjunum Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi væru fráleitar. „Þetta er algerlega útilokað og þetta er stórhættulegt. Hér verður NATO að mínu mati að mæta Rússum af fyllstu hörku. Við erum að tala hér um fullvalda ríki. Þau hafa sjálf tekið ákvörðun um hvernig þau beita sínu fullveldi. Þau hafa sjálf kosið að beita því með NATO og ganga í NATO,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. NATO Rússland Úkraína Utanríkismál Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Bretar segja að NATO hersveitir muni ekki verjast innrás í Úkraínu Afar ólíklegt er að Bretar og bandamenn þeirra í Atlantshafsbandalaginu myndu senda hersveitir til aðstoðar Úkraínumönnum ef Rússar réðust inn í landið að sögn Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands. 19. desember 2021 09:35 Rússar krefjast þess að NATO hverfi frá austur Evrópu Á sama tíma og rússneski herinn er grár fyrir járnum við landamærin að Úkraínu krefjast Rússar þess að NATO herir megi nánast ekki athafna sig í bandalagsríkjum Atlantshafsbandalagsins í austur Evrópu. Úkraínumenn vilja hins vegar kasta sovéttímanum á öskuhauga sögunnar. 18. desember 2021 19:40 Vilja rússneska hermenn frá landamærum Úkraínu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti ráðamenn í Rússlandi til að flytja hermenn sína á brott frá landamærum Úkraínu. Hann sagði að innrás í Úkraínu myndi hafa afleiðingar og meðal annars yrðu hinum ströngustu refsiaðgerðum beitt gegn Rússlandi. 1. desember 2021 21:46 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fleiri fréttir Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Sjá meira
Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands segir í viðtali við tímaritið Spectator að forystumenn NATO ríkjanna ættu ekki einu sinni að gefa því opinberlega undir fótinn að hersveitir bandalagsins myndu koma Úkraínumönnum til varnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar situr í utanríkismálanefnd Alþingis og segir NATO ríkin í heild ákveða viðbrögð bandalagsins ef Rússar réðust inn í Úkraínu. Rússneskar hersveitir á nýlegri heræfingu í Hvítarússlandi.Vadim Savitskiy/Rússneska varnarmálaráðuneytið/AP „Við þurfum hins vegar að skoða hvað er að gerast í Úkraínu. Þetta er fullvalda ríki sem hefur tekið þá ákvörðun að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Mér finnst eðlilegt að NATO og Bandaríkin geri það sem þau geta til að efla her og varnir Úkraínu. En auðvitað er það risapólitísk spurning hvort NATO eigi að taka þátt í að verja Úkraínu,“ segir Þorgerður Katrín. Afstaða einstakra NATO ríkja megi ekki ráðast af þeim viðskiptahagsmunum sem ein þjóð kunni að hafa fram yfir aðra, í þessi tilviki Bretar. Íslendingar sem herlaus þjóð taki ekki þátt í ákvörðunum innan NATO um hernaðarátök. Vladimír Pútín forseti Rússlands hefur sent um sjötíu þúsund hermenn að austurlandamærum Úkraínu og krefst þess að NATO lýsi því yfir að landið fái aldrei aðild að bandalaginu. Pútin vill fund með Joe Biden Bandaríkjaforseta þar sem hann krefst þess einnig að herafli NATO í bandalagsríkjunum við Eystrasalt og Póllandi verði kallaðar til baka.AP/Alexander Zemlianichenko „En það sem við getum gert er að taka þátt í viðskiptaþvingunum. Það er kannski það vopn sem NATO ríkin og Evrópuríkin hafa einna helst beitt gagnvart Rússum. Það er mjög eðlilegt að Ísland taki fullan þátt í slíkum viðskiptaþvingunum. Við Íslendingar verðum líka að hugsa heildstætt um okkar hagsmuni. Við megum heldur ekki litast af því að það séu einhverjir hagsmunir hér innanlands sem lita hvaða afstöðu við tökum í utanríkispólitík,“ segir formaður Viðreisnar. Kröfur Rússa um að vestrænar hersveitir NATO hverfi frá bandalagsríkjunum Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi væru fráleitar. „Þetta er algerlega útilokað og þetta er stórhættulegt. Hér verður NATO að mínu mati að mæta Rússum af fyllstu hörku. Við erum að tala hér um fullvalda ríki. Þau hafa sjálf tekið ákvörðun um hvernig þau beita sínu fullveldi. Þau hafa sjálf kosið að beita því með NATO og ganga í NATO,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
NATO Rússland Úkraína Utanríkismál Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Bretar segja að NATO hersveitir muni ekki verjast innrás í Úkraínu Afar ólíklegt er að Bretar og bandamenn þeirra í Atlantshafsbandalaginu myndu senda hersveitir til aðstoðar Úkraínumönnum ef Rússar réðust inn í landið að sögn Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands. 19. desember 2021 09:35 Rússar krefjast þess að NATO hverfi frá austur Evrópu Á sama tíma og rússneski herinn er grár fyrir járnum við landamærin að Úkraínu krefjast Rússar þess að NATO herir megi nánast ekki athafna sig í bandalagsríkjum Atlantshafsbandalagsins í austur Evrópu. Úkraínumenn vilja hins vegar kasta sovéttímanum á öskuhauga sögunnar. 18. desember 2021 19:40 Vilja rússneska hermenn frá landamærum Úkraínu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti ráðamenn í Rússlandi til að flytja hermenn sína á brott frá landamærum Úkraínu. Hann sagði að innrás í Úkraínu myndi hafa afleiðingar og meðal annars yrðu hinum ströngustu refsiaðgerðum beitt gegn Rússlandi. 1. desember 2021 21:46 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fleiri fréttir Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Sjá meira
Bretar segja að NATO hersveitir muni ekki verjast innrás í Úkraínu Afar ólíklegt er að Bretar og bandamenn þeirra í Atlantshafsbandalaginu myndu senda hersveitir til aðstoðar Úkraínumönnum ef Rússar réðust inn í landið að sögn Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands. 19. desember 2021 09:35
Rússar krefjast þess að NATO hverfi frá austur Evrópu Á sama tíma og rússneski herinn er grár fyrir járnum við landamærin að Úkraínu krefjast Rússar þess að NATO herir megi nánast ekki athafna sig í bandalagsríkjum Atlantshafsbandalagsins í austur Evrópu. Úkraínumenn vilja hins vegar kasta sovéttímanum á öskuhauga sögunnar. 18. desember 2021 19:40
Vilja rússneska hermenn frá landamærum Úkraínu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti ráðamenn í Rússlandi til að flytja hermenn sína á brott frá landamærum Úkraínu. Hann sagði að innrás í Úkraínu myndi hafa afleiðingar og meðal annars yrðu hinum ströngustu refsiaðgerðum beitt gegn Rússlandi. 1. desember 2021 21:46