Búið að velja tíu lög Söngvakeppninnar sem haldin verður í kvikmyndaverinu Gufunesi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. desember 2021 10:13 Daði Freyr og gagnamagnið kepptu fyrir Íslands hönd í Eurovision á þessu ári. Þann 29. janúar verður tilkynnt hvaða tíu lög keppast um að taka þátt á næsta ári. EPA Söngvakeppnin snýr aftur á RÚV í febrúar og mars og þá verður valið framlag Íslands í Eurovision sem haldin verður í Torino á Ítalíu í maí. Alls voru 158 lög send inn í Söngvakeppnina í ár. Lögin tíu sem taka þátt í Söngvakeppninni í ár verða kynnt í sjónvarpsþætti á RÚV laugardaginn 29. janúar og gerð aðgengileg á helstu tónlistarveitum. Sama dag birtast lögin og upplýsingar um höfunda og flytjendur á songvakeppnin.is. Í ár flytur undankeppnin sig um set og verður Söngvakeppnin haldin í kvikmyndaverinu Gufunesi í ár. „Vegna kórónuveirufaraldursins var Söngvakeppni ekki haldin á þessu ári heldur var leitað til tónlistarmannsins Daða Freys. Hann flutti lagið 10 Years í Rotterdam í Hollandi með góðum árangri en lagið hafnaði í fjórða sæti. Söngvakeppnishöllin í Gufunesi Undanfarin ár hafa undanúrslit Söngvakeppninnar ráðist í Háskólabíói og úrslitin í Laugardalshöll. Nú kveður aftur á móti við nýjan og tilkomumikinn tón því allir viðburðirnir verða haldnir í Söngvakeppnishöllinni svokallaðri, sem er í glæsilegu kvikmyndaveri RVK Studios í Gufunesi,“ segir í tilkynningu frá RÚV. Keppt verður þrjá laugardaga í febrúar og mars. Undanúrslitakeppnirnar verða 19. og 26. febrúar og úrslitakeppnin 5. mars og þar verður framlag Íslands valið. „Eins og síðustu ár gefst almenningi kostur á kaupa sig inn á öll kvöldin og fá keppnina beint í æð. Auk laganna tíu verða sem fyrr skemmtiatriði af ýmsum stærðum og gerðum. Von er á erlendum Eurovision-stjörnum og Daði Freyr kemur auðvitað fram á úrslitakvöldinu eins og venja er með fyrrum Eurovision-fara. Miðasala á viðburðina hefst í lok janúar.“ Mikill fjöldi innsendra laga Alls voru 158 lög send inn í Söngvakeppnina í ár. Ráðgefandi valnefnd, skipuð fulltrúum frá FÍH, FTT og RÚV, hlustaði á öll lögin og skilaði Framkvæmdastjórn keppninnar áliti sínu. „Framkvæmdastjórnin hefur valið 10 lög til keppni. Af þeim voru fimm valin úr innsendum lögum og sem fyrr var leitað sérstaklega til valinkunnra og reynslumikilla höfunda með hin lögin fimm.“ Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri keppninnar, segir að hún vaxi með ári hverju. „Við finnum ekki einungis fyrir síauknum áhuga meðal þjóðarinnar heldur fer ekki á milli mála að áhuginn á þátttöku eykst bæði meðal lagahöfunda og flytjenda. Lagahöfundar sjá að þetta er raunverulegur gluggi inn í bransann, alvöru stökkpallur, ekki bara hér á landi, heldur í Evrópu og víðar,“ segir Rúnar Freyr og bendir þar sérstaklega á vinsældir Hatara og Daða Freys. „Eurovision-lögin hans Daða hafa t.d. verið leikin um 127 milljón sinnum á Spotify, það er ekkert smáræði.“ Leikstjórar og danshöfundar keppninnar í ár eru þau Lee Proud og Unnur Elísabet Gunnarsdóttir. Lee hefur leikstýrt síðustu tveimur keppnum en Unnur Elísabet er með í fyrsta sinn. Bæði hafa þau mikla reynslu á þessu sviði. Stjórnandi útsendingar er Salóme Þorkelsdóttir, pródúsent hjá RÚV. Hún hefur bæði stjórnað og unnið við útsendingar á keppninni um árabil. Hljóðhönnuður og tónlistargæðastjóri er Gísli Kjaran Kristjánsson hljóðmaður á RÚV. Söngþjálfari er Kristjana Stefánsdóttir söngkona. Hún þjálfaði einnig keppendur í síðustu keppni. Stílisti er Ellen Lofts. Hún hefur unnið við ótal verkefni tengd sjónvarpi, tísku og tónlist undanfarin ár. Sviðs- og ljósahönnun er í höndum Luxor. Eins og áður sagði verða lögin tíu sem taka þátt í Söngvakeppninni í ár kynnt þann 29. janúar. Tónlist Eurovision Tengdar fréttir Staðfesta þátttöku í Eurovision 2022 og leita að næsta framlagi Íslands RÚV hefur nú staðfest þátttöku í Eurovision-keppninni sem haldin verður á Ítalíu í maí á næsta ári. Samkvæmt tilkynningu frá RÚV verður aftur leitað til vinsælla og reyndra höfunda en allir geta sótt um. 3. september 2021 10:18 Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Lögin tíu sem taka þátt í Söngvakeppninni í ár verða kynnt í sjónvarpsþætti á RÚV laugardaginn 29. janúar og gerð aðgengileg á helstu tónlistarveitum. Sama dag birtast lögin og upplýsingar um höfunda og flytjendur á songvakeppnin.is. Í ár flytur undankeppnin sig um set og verður Söngvakeppnin haldin í kvikmyndaverinu Gufunesi í ár. „Vegna kórónuveirufaraldursins var Söngvakeppni ekki haldin á þessu ári heldur var leitað til tónlistarmannsins Daða Freys. Hann flutti lagið 10 Years í Rotterdam í Hollandi með góðum árangri en lagið hafnaði í fjórða sæti. Söngvakeppnishöllin í Gufunesi Undanfarin ár hafa undanúrslit Söngvakeppninnar ráðist í Háskólabíói og úrslitin í Laugardalshöll. Nú kveður aftur á móti við nýjan og tilkomumikinn tón því allir viðburðirnir verða haldnir í Söngvakeppnishöllinni svokallaðri, sem er í glæsilegu kvikmyndaveri RVK Studios í Gufunesi,“ segir í tilkynningu frá RÚV. Keppt verður þrjá laugardaga í febrúar og mars. Undanúrslitakeppnirnar verða 19. og 26. febrúar og úrslitakeppnin 5. mars og þar verður framlag Íslands valið. „Eins og síðustu ár gefst almenningi kostur á kaupa sig inn á öll kvöldin og fá keppnina beint í æð. Auk laganna tíu verða sem fyrr skemmtiatriði af ýmsum stærðum og gerðum. Von er á erlendum Eurovision-stjörnum og Daði Freyr kemur auðvitað fram á úrslitakvöldinu eins og venja er með fyrrum Eurovision-fara. Miðasala á viðburðina hefst í lok janúar.“ Mikill fjöldi innsendra laga Alls voru 158 lög send inn í Söngvakeppnina í ár. Ráðgefandi valnefnd, skipuð fulltrúum frá FÍH, FTT og RÚV, hlustaði á öll lögin og skilaði Framkvæmdastjórn keppninnar áliti sínu. „Framkvæmdastjórnin hefur valið 10 lög til keppni. Af þeim voru fimm valin úr innsendum lögum og sem fyrr var leitað sérstaklega til valinkunnra og reynslumikilla höfunda með hin lögin fimm.“ Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri keppninnar, segir að hún vaxi með ári hverju. „Við finnum ekki einungis fyrir síauknum áhuga meðal þjóðarinnar heldur fer ekki á milli mála að áhuginn á þátttöku eykst bæði meðal lagahöfunda og flytjenda. Lagahöfundar sjá að þetta er raunverulegur gluggi inn í bransann, alvöru stökkpallur, ekki bara hér á landi, heldur í Evrópu og víðar,“ segir Rúnar Freyr og bendir þar sérstaklega á vinsældir Hatara og Daða Freys. „Eurovision-lögin hans Daða hafa t.d. verið leikin um 127 milljón sinnum á Spotify, það er ekkert smáræði.“ Leikstjórar og danshöfundar keppninnar í ár eru þau Lee Proud og Unnur Elísabet Gunnarsdóttir. Lee hefur leikstýrt síðustu tveimur keppnum en Unnur Elísabet er með í fyrsta sinn. Bæði hafa þau mikla reynslu á þessu sviði. Stjórnandi útsendingar er Salóme Þorkelsdóttir, pródúsent hjá RÚV. Hún hefur bæði stjórnað og unnið við útsendingar á keppninni um árabil. Hljóðhönnuður og tónlistargæðastjóri er Gísli Kjaran Kristjánsson hljóðmaður á RÚV. Söngþjálfari er Kristjana Stefánsdóttir söngkona. Hún þjálfaði einnig keppendur í síðustu keppni. Stílisti er Ellen Lofts. Hún hefur unnið við ótal verkefni tengd sjónvarpi, tísku og tónlist undanfarin ár. Sviðs- og ljósahönnun er í höndum Luxor. Eins og áður sagði verða lögin tíu sem taka þátt í Söngvakeppninni í ár kynnt þann 29. janúar.
Tónlist Eurovision Tengdar fréttir Staðfesta þátttöku í Eurovision 2022 og leita að næsta framlagi Íslands RÚV hefur nú staðfest þátttöku í Eurovision-keppninni sem haldin verður á Ítalíu í maí á næsta ári. Samkvæmt tilkynningu frá RÚV verður aftur leitað til vinsælla og reyndra höfunda en allir geta sótt um. 3. september 2021 10:18 Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Staðfesta þátttöku í Eurovision 2022 og leita að næsta framlagi Íslands RÚV hefur nú staðfest þátttöku í Eurovision-keppninni sem haldin verður á Ítalíu í maí á næsta ári. Samkvæmt tilkynningu frá RÚV verður aftur leitað til vinsælla og reyndra höfunda en allir geta sótt um. 3. september 2021 10:18