Blóðmerahald sé versta dýraverndarbrot Íslandssögunnar Árni Sæberg skrifar 12. desember 2021 14:00 Stefán Árni Stefánsson segir blóðmerahald verstu versta dýraverndarbrot sögunnar. Stöð 2 Vísir Árni Stefán Árnason, lögfræðingur og sérfræðingur um dýravernd, segir blóðmerahald hafa verið stundað hér á landi í fjörutíu ár, miklu lengur en almenningur geri sér grein fyrir. Það sé jafnframt alvarlegasta brot á reglum um dýravernd í sögu þjóðarinnar. „Ég er búinn að rannsaka þau frá upphafi og þetta er örugglega versta dýraverndarmál Íslandssögunnar. Ég þekki öll dómsmál í kringum þetta í Hæstarétti og í undirrétti og það er enginn vafi á því að þetta er langalvarlegasta brot á lögum um velferð dýra í dag og áður dýraverndarlögum eins og þau hétu þá,“ sagði Árni Stefán á Sprengisandi í morgun. Hann vonast til þess að ríkissaksóknari gefi út ákæru í málinu og fari fram á refsingu. Kæruheimild í dýraverndunarmálum hafi verið tekin af almenningi með lögum frá 2014. Þá vonast hann eftir banni blóðmerahalds. „Ég bind vonir við að bæði Alþingi og Evrópusambandið banni þetta ef Alþingi gerir það ekki, sem ég býst við að það geri að lokum um leið og almenningur fær meiri upplýsingar, bara samanborið við skoðanakönnun í Fréttablaðinu í gær var stór meirihluti þjóðarinnar á móti þessu 66 prósent. Þannig að Alþingi þarf að hlusta á lýðræðið,“ segir Árni Stefán. MAST fylli hann reiði Þá hefur hann ekki trú á að Matvælastofnun geti leitt blóðmerahaldsmálið farsællega til lykta. „Ég er mjög ósáttur við öll störf matvælastofnunar á sviði dýraverndar. Ráðherrann þarf að taka þetta mál til skoðunar og taka þetta verkefni úr höndum matvælastofnunar og bara til einkarekins aðila sem hefur engin hagsmunatengsl inn í búfjárhald á Íslandi. Það er bara mín skoðun og ég fyllist reiði þegar ég hugsa til Matvælastofnunar, ég verð að viðurkenna það,“ segir hann. Viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Árna Stefán Árnason á Sprengisandi í morgun má sjá í heild sinni í spilarnanum hér að neðan: Blóðmerahald Dýr Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Sjá meira
„Ég er búinn að rannsaka þau frá upphafi og þetta er örugglega versta dýraverndarmál Íslandssögunnar. Ég þekki öll dómsmál í kringum þetta í Hæstarétti og í undirrétti og það er enginn vafi á því að þetta er langalvarlegasta brot á lögum um velferð dýra í dag og áður dýraverndarlögum eins og þau hétu þá,“ sagði Árni Stefán á Sprengisandi í morgun. Hann vonast til þess að ríkissaksóknari gefi út ákæru í málinu og fari fram á refsingu. Kæruheimild í dýraverndunarmálum hafi verið tekin af almenningi með lögum frá 2014. Þá vonast hann eftir banni blóðmerahalds. „Ég bind vonir við að bæði Alþingi og Evrópusambandið banni þetta ef Alþingi gerir það ekki, sem ég býst við að það geri að lokum um leið og almenningur fær meiri upplýsingar, bara samanborið við skoðanakönnun í Fréttablaðinu í gær var stór meirihluti þjóðarinnar á móti þessu 66 prósent. Þannig að Alþingi þarf að hlusta á lýðræðið,“ segir Árni Stefán. MAST fylli hann reiði Þá hefur hann ekki trú á að Matvælastofnun geti leitt blóðmerahaldsmálið farsællega til lykta. „Ég er mjög ósáttur við öll störf matvælastofnunar á sviði dýraverndar. Ráðherrann þarf að taka þetta mál til skoðunar og taka þetta verkefni úr höndum matvælastofnunar og bara til einkarekins aðila sem hefur engin hagsmunatengsl inn í búfjárhald á Íslandi. Það er bara mín skoðun og ég fyllist reiði þegar ég hugsa til Matvælastofnunar, ég verð að viðurkenna það,“ segir hann. Viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Árna Stefán Árnason á Sprengisandi í morgun má sjá í heild sinni í spilarnanum hér að neðan:
Blóðmerahald Dýr Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Sjá meira