Innlent

Lést af völdum Covid-19 á Landspítala

Árni Sæberg skrifar
andlat

Sjúklingur lést af völdum Covid-19 á Landspítala í gær. Þetta segir í tilkynningu á vef farsóttanefndar Landspítala. Um er að ræða 36. andlátið af völdum sjúkdómsins hér á landi frá upphafi faraldurs.

Í tilkynningunni segir jafnframt að tveir sjúklingar hafi greinst smitaðir við innlögn og að svo virðist sem 146 hafi greinst smitaðir af kórónuveirunni í gær.

Þá segir að sextán séu inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19, átta á smitsjúkdóma- og almennri lyflækningadeild A7 með virkt smit, fjórir á gjörgæslu, tveir þeirra með virkt smit og tveir sem eru það ekki lengur. Tveir séu á öndunarvél. Alls séu á ýmsum deildum sex sjúklingar sem hafa fengið Covid-19.

Í göngudeildinni séu 1.357 í eftirliti, þar af 450 börn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×