Menning

RAX Augnablik: „Ég vann við það að vera leiðinlegur“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
RAX hefur náð mörgum skondnum ljósmyndum á ferlinum. 
RAX hefur náð mörgum skondnum ljósmyndum á ferlinum.  RAX

Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson hefur myndað náttúruhamfarir, skipsströnd, bráðnun jökla og erfiðar aðstæður um allan heim. En hann er líka mikill húmoristi og hefur tekið margar bráðsniðugar myndir síðustu ár. 

Eftir samtal við mann á öldrunarheimili sem sá eftir því að hafa verið leiðinlegur við fólk á lífsleiðinni, fór Ragnar að velta því fyrir sér hvort alvaran þyrfti alltaf að ráða för í ljósmynduninni eða hvort það mætti hafa gaman og taka myndir sem væru spaugilegar og vektu gleði.

„Mér finnst svolítið gaman að reyna að sjá eitthvað gerast sem gæti verið fyndið á mynd en sem er ekkert endilega fyndið þegar það gerist.“

Hægt er að horfa á frásögnina í heild sinni í lokaþætti RAX Augnablik þetta árið. RAX Augnablik eru örþættir og þátturinn Má ekki stundum vera gaman? er tæpar sex mínútur að lengd.

Klippa: RAX Augnablik - Má ekki stundum vera gaman?

Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. 

Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.


Tengdar fréttir

„Maður svaf ekki dúr það var svo mikið brölt á þeim“

„Mykines er svolítið erfið eyja eða hefur verið af því að það voru oft svo miklir straumar í kringum eyjuna. Ég held að hún hafi verið áttatíu og eitthvað daga einhvern tímann út af brimi í kringum eyjuna af því að það komst enginn að henni,“ segir Ragnar Axelsson.

RAX Augnablik: Folaldið sem dansaði í Sandey

„Ég fer oft til Færeyja og árið 1989 fór ég í enn eina ferðina og fór út í Sandey. Ég frétti af manni þar, Jónasi Madsen, sem að spilaði á munnhörpu fyrir kindurnar sínar og hestana. Mig langaði að sjá hvernig þetta færi fram,“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×