Samningar á lokametrum um kaup ríkisins á hótel Sögu Heimir Már Pétursson skrifar 9. desember 2021 19:20 Tæplega sextíu ára hótelrekstri er lokið á hótel Sögu sem hóf starfsemi árið 1962. Nú lítur út fyrir að byggingin verði að hluta nýtt sem stúdentagarður fyrir Háskóla Íslands en að mestum hluta til kennslu. Vísir/Vilhelm Samningar eru á lokametrunum milli Bændasamtaka Íslands og Háskóla Íslands um kaup þeirra síðarnefndu á hótel Sögu. Formaður Bændasamtakanna segir söluna þó ekki í höfn fyrr en skrifað verði undir samninga. Eftir miklar fjárfestingar á undanförnum árum lifði rekstur hótels Sögu ekki kórónukreppuna af og var rekstrarfélag þess úrskurðað gjaldþrota í lok september. Bændasamtökin eiga hins vegar húseignina þar sem eitt helsta hótel borgarinnar var starfrækt allt frá árinu 1962. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna segir nokkra aðila hafa sýnt byggingunni áhuga undanfarið ár. Nú virðist vera að ganga saman með Bændasamtökunum og Háskóla Íslands. „Við höfum verið í viðræðum við Háskóla Íslands eins og kemur fram í fjárlagafrumvarpi sem birtist í síðustu viku. Á þeim grunni erum við að reyna að ná þessu heim og saman á grundvelli tilboðs sem ríkið hefur gert í húsið,“ segir formaður Bændasamtakanna. Þarna vísar Gunnar í heimild sem óskað er eftir í fjárlagafrumvarpinu um kaup fasteigna upp á allt að fimm milljörðum króna og tekið fram að þar muni mest um möguleg kaup á Sögu. Nú væri unnið að útfærslu á skiptingu lausamuna í hótelinu í samstarfi við þrotabú rekstrarfélagsins sem ætti hluta búnaðarins. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna er vongóður um að samningar séu loks að takast um sölu á byggingu hótels Sögu.Stöð 2/Egill Þá þurfi að skoða hvort dæmið gangi upp varðandi þær kröfur sem lægju fyrir í fasteignina. „Auðvitað er bankinn hluti af þessu samkomulagi því hann á langstærstu kröfuna í eignina. Þannig að það skiptir dálitlu máli hvernig niðurstaðan verði á því uppgjöri,“ segir Gunnar. Samningar með fyrirvara um samþykki Alþingis gæti legið fyrir á næstu dögum. „Eins og þetta lítur út í dag er verið að tala um að þrjátíu prósent af húsinu fari til Félagsstofnunar stúdenta. Restin fari til háskólans,“ segir Gunnar Þorgeirsson. Það væri hins vegar háskólans að útfæra það þegar þar að kæmi. Fjárlagafrumvarp 2022 Ferðamennska á Íslandi Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Hótel Sögu Tengdar fréttir Óskar eftir heimild til að kaupa Hótel Sögu fyrir HÍ Óskað er eftir heimild til þess að kaupa Hótel Sögu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár sem kynnt var í dag. 30. nóvember 2021 11:00 Fall WOW var upphafið að endalokum Hótels Sögu Formaður Bændasamtakanna segir fall WOW flugfélagsins í mars 2019 hafa markað upphafið að endalokum Hótels Sögu en rekstrarfélag þess var tekið til gjaldþrotaskipta í síðustu viku. Alger óvissa ríki um framtíð húsnæðisins. 1. október 2021 19:58 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Eftir miklar fjárfestingar á undanförnum árum lifði rekstur hótels Sögu ekki kórónukreppuna af og var rekstrarfélag þess úrskurðað gjaldþrota í lok september. Bændasamtökin eiga hins vegar húseignina þar sem eitt helsta hótel borgarinnar var starfrækt allt frá árinu 1962. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna segir nokkra aðila hafa sýnt byggingunni áhuga undanfarið ár. Nú virðist vera að ganga saman með Bændasamtökunum og Háskóla Íslands. „Við höfum verið í viðræðum við Háskóla Íslands eins og kemur fram í fjárlagafrumvarpi sem birtist í síðustu viku. Á þeim grunni erum við að reyna að ná þessu heim og saman á grundvelli tilboðs sem ríkið hefur gert í húsið,“ segir formaður Bændasamtakanna. Þarna vísar Gunnar í heimild sem óskað er eftir í fjárlagafrumvarpinu um kaup fasteigna upp á allt að fimm milljörðum króna og tekið fram að þar muni mest um möguleg kaup á Sögu. Nú væri unnið að útfærslu á skiptingu lausamuna í hótelinu í samstarfi við þrotabú rekstrarfélagsins sem ætti hluta búnaðarins. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna er vongóður um að samningar séu loks að takast um sölu á byggingu hótels Sögu.Stöð 2/Egill Þá þurfi að skoða hvort dæmið gangi upp varðandi þær kröfur sem lægju fyrir í fasteignina. „Auðvitað er bankinn hluti af þessu samkomulagi því hann á langstærstu kröfuna í eignina. Þannig að það skiptir dálitlu máli hvernig niðurstaðan verði á því uppgjöri,“ segir Gunnar. Samningar með fyrirvara um samþykki Alþingis gæti legið fyrir á næstu dögum. „Eins og þetta lítur út í dag er verið að tala um að þrjátíu prósent af húsinu fari til Félagsstofnunar stúdenta. Restin fari til háskólans,“ segir Gunnar Þorgeirsson. Það væri hins vegar háskólans að útfæra það þegar þar að kæmi.
Fjárlagafrumvarp 2022 Ferðamennska á Íslandi Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Hótel Sögu Tengdar fréttir Óskar eftir heimild til að kaupa Hótel Sögu fyrir HÍ Óskað er eftir heimild til þess að kaupa Hótel Sögu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár sem kynnt var í dag. 30. nóvember 2021 11:00 Fall WOW var upphafið að endalokum Hótels Sögu Formaður Bændasamtakanna segir fall WOW flugfélagsins í mars 2019 hafa markað upphafið að endalokum Hótels Sögu en rekstrarfélag þess var tekið til gjaldþrotaskipta í síðustu viku. Alger óvissa ríki um framtíð húsnæðisins. 1. október 2021 19:58 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Óskar eftir heimild til að kaupa Hótel Sögu fyrir HÍ Óskað er eftir heimild til þess að kaupa Hótel Sögu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár sem kynnt var í dag. 30. nóvember 2021 11:00
Fall WOW var upphafið að endalokum Hótels Sögu Formaður Bændasamtakanna segir fall WOW flugfélagsins í mars 2019 hafa markað upphafið að endalokum Hótels Sögu en rekstrarfélag þess var tekið til gjaldþrotaskipta í síðustu viku. Alger óvissa ríki um framtíð húsnæðisins. 1. október 2021 19:58