Innlent

Fyrir­lestri seðla­banka­stjóra um land­náms­öldina frestað

Jakob Bjarnar skrifar
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Ekki verður af fyrirlestri hans á vegum Miðaldastofu Háskólans í bráð. Ástæðan blasir við, ásakanir um ritstuld en málinu hefur verið vísað til siðanefndar Háskóla Íslands.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Ekki verður af fyrirlestri hans á vegum Miðaldastofu Háskólans í bráð. Ástæðan blasir við, ásakanir um ritstuld en málinu hefur verið vísað til siðanefndar Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm

Til stóð að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri myndi halda fyrirlestur um efnahagsmál á landnámsöld. Honum hefur nú verið slegið á frest.

Til stóð að fyrirlesturinn yrði haldinn í dag klukkan 16:10 í Lögbergi stofu 101. Að viðburðinum stendur Miðaldastofa Háskóla Íslands en tilefni hans er nýútkomin bók Ásgeirs, Eyjan hans Ingólfs en þar er skrifuð sem fjölskyldusaga Ingólfs landnámsmanns í Reykjavík sem er með öðrum þræði saga Íslands. Þar er fjallað um efnahagslegan drifkraft landnámsins í tengslum við breytingar í alþjóðaverslun á tímum víkingaferðanna.

Miðaldastofa hefur nú sent út tilkynningu þess efnis að fyrirlestrinum hafi verið slegið á frest. Þó ástæðan sé ekki tilgreind sérstaklega er einsýnt að ásakanir Bergsveins Birgissonar, rithöfundar og fræðimanns, þess efnis að Ásgeir hafi stuðst við bók hans Leitina að svarta víkingnum við ritun bókar sinnar án þess að geta heimilda, hafa þar sett strik í reikninginn.

Eins og Vísir hefur greint frá hefur Bergsveinn vísað því máli til siðanefndar Háskóla Íslands en hann birti greinargerð sína á Vísi þar sem hann rekur málið eins og það horfir við honum. Ásgeir sendi Vísi yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem hann vísar því alfarið á bug að hann hafi stuðst við bók Bergsveins við ritun Eyjunnar hans Ingólfs. En víst er að ásakanirnar um plagíarisma hafa vakið mikla athygli, bæði almenna og þá ekki síður innan fræðasamfélagsins.


Tengdar fréttir

Seðla­banka­stjóri vísar á­sökunum um rit­stuld á bug

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sendi nýverið frá sér bók þar sem hann fjallar um landnám Íslands. Eyjan hans Ingólfs heitir bókin sú en Bergsveinn Birgisson rithöfundur og fræðimaður segir Ásgeir fara ránshendi um bók sína Leitin að svarta víkingnum án þess að geta heimilda.

Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson

Út er komin bókin Eyjan hans Ingólfs (héreftir EHI) eftir Ásgeir Jónsson. Útgefandi er Almenna bókafélagið (2021). Höfundur er með doktorsgráðu í hagfræði og var deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Höfundur starfar nú sem seðlabankastjóri Íslands.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.