Listamaður lagði Reykjavíkurborg í deilu um myndband sem ekki var greitt fyrir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. desember 2021 16:44 Heimildarmyndin kom út árið 2016 og fjallar um hóp sjómanna sem vinnur í tvo daga til að tæma drekkhlaðinn frystitogara í gömlu höfninni í Reykjavík í 35 stiga frosti. Hulda Rós/Karolinafund.com Listamaðurinn Hulda Rós Guðnadóttir lagði Reykjavíkurborg í Héraðsdómi Reykjavíkur í deilu um myndefni í eigu Huldu sem notað hafði verið af borginni á sýningu á Sjóminjasfaninu. Borgin hafði ekki greitt fyrir afnot af myndefninu. Umrætt þriggja mínútna myndbrot er úr heimildarmyndinni Keep Frozen, sem Hulda skrifaði og leikstýrði. Auk hennar voru Hinrik Þór Svavarsson og Helga Rakel Rafnsdóttir handritshöfundar myndarinnar. Myndin kom út árið 2016 en var frá árinu 2018 notuð í sýningu Sjóminjasafnsins, og notuð þar í tvö ár. Fram kemur í dómnum að einhverjar viðræður höfðu átt sér stað á milli Helgu Rakelar, handritshöfundar og framleiðanda myndarinnar, og Sagafilm, verktaka fyrir Reykjavíkurborg um kaup á myndefninu. Þá hafði starfsmaður Reykjavíkurborgar verið í samskiptum við Helgu Rakel um afnot af myndefninu. Hafði starfsmaðurinn sent Helgu tölvupóst í júlí 2018, mánuði eftir að sýningin á Sjóminjasafninu opnaði, þar sem um væri að ræða tíu ára samning um notkunarrétt á myndefninu. Taldi myndefnið ekki í notkun þar sem engir samningar voru gerðir Samningar um greiðslur fyrir myndefnið og eiginlega staðfestingu á notkunarrétti Reykjavíkurborgar lágu þó aldrei fyrir. Segir Hulda Rós í stefnunni að hún hafi ekki verið meðvitun um notkun Sjóminjasafnsins á myndefninu fyrr en í mars 2020. Hún og Helga Rakel hafi verið í samskiptum við Reykjavíkurborg og Sagafilm „fyrir löngu síðan“ en síðan hafi Sjóminjasambandið ekki haft samband til að klára að semja um greiðslu. Þær hafi ekki vitað af því að myndefnið hafi verið nýtt enda hafi þær aldrei heyrt meira frá borginni um málið. Myndstef, Myndhöfundasjóður Íslands, fékk umboð frá aðstandendum myndarinnar til að semja við Reykjavíkurborg um sáttgreiðslur og var sent sáttatilboð til borgarinnar í maí í fyrra um greiðslu 600 þúsund króna til að ganga frá málinu, sem borgin hafnaði. Miðaði Myndstef þar við opinbera gjaldskrá Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að hafa ekki samþykkt sáttaboðið greiddi borgin félaginu Dóttirdóttir, í eigu Huldu Rósar, 158 þúsund krónur. Stefndi Hulda borginni þegar tilraunir til sátta báru ekki árangur. Niðurstaða dómsins var sú að Reykjavíkurborg skyldi greiða Huldu Rós 350 þúsund krónur auk dráttarvaxta vegna málsins. Dómsmál Reykjavík Söfn Kvikmyndagerð á Íslandi Höfundarréttur Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Umrætt þriggja mínútna myndbrot er úr heimildarmyndinni Keep Frozen, sem Hulda skrifaði og leikstýrði. Auk hennar voru Hinrik Þór Svavarsson og Helga Rakel Rafnsdóttir handritshöfundar myndarinnar. Myndin kom út árið 2016 en var frá árinu 2018 notuð í sýningu Sjóminjasafnsins, og notuð þar í tvö ár. Fram kemur í dómnum að einhverjar viðræður höfðu átt sér stað á milli Helgu Rakelar, handritshöfundar og framleiðanda myndarinnar, og Sagafilm, verktaka fyrir Reykjavíkurborg um kaup á myndefninu. Þá hafði starfsmaður Reykjavíkurborgar verið í samskiptum við Helgu Rakel um afnot af myndefninu. Hafði starfsmaðurinn sent Helgu tölvupóst í júlí 2018, mánuði eftir að sýningin á Sjóminjasafninu opnaði, þar sem um væri að ræða tíu ára samning um notkunarrétt á myndefninu. Taldi myndefnið ekki í notkun þar sem engir samningar voru gerðir Samningar um greiðslur fyrir myndefnið og eiginlega staðfestingu á notkunarrétti Reykjavíkurborgar lágu þó aldrei fyrir. Segir Hulda Rós í stefnunni að hún hafi ekki verið meðvitun um notkun Sjóminjasafnsins á myndefninu fyrr en í mars 2020. Hún og Helga Rakel hafi verið í samskiptum við Reykjavíkurborg og Sagafilm „fyrir löngu síðan“ en síðan hafi Sjóminjasambandið ekki haft samband til að klára að semja um greiðslu. Þær hafi ekki vitað af því að myndefnið hafi verið nýtt enda hafi þær aldrei heyrt meira frá borginni um málið. Myndstef, Myndhöfundasjóður Íslands, fékk umboð frá aðstandendum myndarinnar til að semja við Reykjavíkurborg um sáttgreiðslur og var sent sáttatilboð til borgarinnar í maí í fyrra um greiðslu 600 þúsund króna til að ganga frá málinu, sem borgin hafnaði. Miðaði Myndstef þar við opinbera gjaldskrá Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að hafa ekki samþykkt sáttaboðið greiddi borgin félaginu Dóttirdóttir, í eigu Huldu Rósar, 158 þúsund krónur. Stefndi Hulda borginni þegar tilraunir til sátta báru ekki árangur. Niðurstaða dómsins var sú að Reykjavíkurborg skyldi greiða Huldu Rós 350 þúsund krónur auk dráttarvaxta vegna málsins.
Dómsmál Reykjavík Söfn Kvikmyndagerð á Íslandi Höfundarréttur Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira