Innlent

Færri jólatré flutt inn í fyrra og meiri sala á íslenskum trjám

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Norðmannsþinurinn hefur notið mikilla vinsælda á íslenskum heimilum en stafafuran sækir í sig veðrið.
Norðmannsþinurinn hefur notið mikilla vinsælda á íslenskum heimilum en stafafuran sækir í sig veðrið. Vísir/Vilhelm

Stafafuran er langvinsælasta innlenda jólatréð, að sögn starfsmanns Skógræktarfélags Íslands. Innfluttum jólatrjám fækkaði í fyrra og sala á innlendum trjám jókst.

Frá þessu er greint í Bændablaðinu.

Þar segir að danskur norðmannsþinur hafi löngum verið algengasta jólatréð á heimilum Íslendinga en á árunum 2017 til 2019 hafi fjöldi innfluttra norðmannsþina aukist úr 23.700 í 37.100. Á sama tímabili hafi selst 7 til 8 þúsund íslensk jólatré.

Síðustu jól hafi innfluttum trjám hins vegar fækkað í 24.400 en salan á þeim íslensku farið úr 7.200 í 8.100.

„Árið 1993 þá var rauðgrenið vinsælasta íslenska jólatréð okkar en þá var það 64 prósent af sölu íslenskra jólatrjáa. Stafafuran hefur síðan aukið vinsældir sínar jafnt og þétt og er nú vinsælasta íslenskra jólatréð,“ hefur Bændablaðið eftir Þórveigu.

Í fyrra seldust 5.080 stafafurur, 1.164 sitkagreni og 924 rauðgreni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×