Héðinn snýr heim - vonandi í vor Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. desember 2021 07:01 Helgi Gíslason myndhöggvari hefur haldið húsaskjóli yfir styttunni af Héðni Valdimarssyni í tvö ár. Sambúðin er góð en Helgi vonast til að hún komist aftur á sinn stað næsta vor. vísir/egill Vesturbæingar sakna mjög eins þekktasta minnismerkis hverfisins; styttunnar af Héðni Valdimarssyni verkalýðsforingja. Ekkert hefur sést til hennar í þrjú ár en eigendurnir vonast til að hún verði komin á sinn stað fyrir verkalýðsdaginn 1. maí. Styttan var tekin niður við Hringbraut í september 2018. Gera þurfti við stöpul hennar en styttan átti upphaflega að vera komin aftur á sinn stað nokkrum mánuðum síðar. Nú þremur árum seinna bólar ekkert á henni. Og Vesturbæingar spyrja sig einfaldleg: Hvar er Héðinn? Héðinn var merkismaður, gegndi þingmennsku fyrir þrjá flokka á árunum 1926-1942, Alþýðuflokkinn, Sameiningarflokk alþýðu og Sósíalistaflokk. Hann var einnig formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og helsti forystumaður byggingarsamtaka verkamanna sem gengust fyrir byggingu verkamannabústaðanna við Hringbraut. Hvar er afi? Styttuna gerði myndhöggvarinn Sigurjón Ólafsson en hún var reist við Hringbraut árið 1955. Hún gegndi svo auðvitað eftirminnilegu hlutverki í auglýsingu Thule fyrir rúmum áratug. Endurkomu styttunnar á sinn stað hefur seinkað mjög, sem hefur farið nokkuð í taugarnar á barnabarni verkalýðsforingjans, Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttir leikkonu sem vakti athygli á töfunum í fyrra. Þá fékk hún þau svör frá borgarstjóra að Héðinn ætti að vera kominn aftur á sinn stað í ágúst það ár en allt kom fyrir ekki. Steinunn velti málinu svo aftur fyrir sér í síðustu viku: „Hvar er afi?“ spurði hún einfaldlega. „Þetta er frekar vandró að verða.“ Vesen að fara í gegn um Minjastofnun Styttan er í eigu Húsfélags Alþýðu sem gefur skýringar á töfunum. Upphaflega var aðeins gert ráð fyrir að steypa þyrfti nýjan stöpul. Kristín Róbertsdóttir, formaður Húsfélags Alþýðu. Hún gerir ráð fyrir að Héðinn verði kominn aftur á sinn stað fyrir 1. maí.vísir/sigurjón „Þegar styttan var tekin niður þá náttúrulega gerðum við bara ráð fyrir því að við gætum steypt nýjan stöpul og sett styttuna upp aftur en það kom í ljós að það þurfti heilmikið að gera við hana,“ segir Kristín Róbertsdóttir, formaður Húsfélags Alþýðu. Jørn Svendsen, danskur bronssteypari, aðstoðaði frítt við viðgerðina á styttunni.helgi gíslason Myndhöggvarinn Helgi Gíslason var þá fenginn til að laga styttuna og fékk þá danskan bronssteypara með sér í lið, Jørn Svendsen, sem kenndi honum réttu handtökin í viðgerð á bronsstyttu. Hann ákvað að gera það frítt fyrir Helga. „Það var nú alveg ómetanlegt. Við sem sagt keyptum fyrir hann farmiða og svo kom hann bara og vann fyrir Helga og hann gerði þetta bara fyrir vin sinn. Þannig við eigum honum alveg heilmikið að þakka. Alveg frábær maður,“ segir Kristín. Ágæt sambúð Styttan liggur nú tilbúin á vinnustofu Helga. „Hann er búinn að vera hérna inni í dánokkurn tíma. Alveg í næstum því tvö ár. Og við erum orðnir bara, eins og ég segi alltaf „við félagarnir“,“ segir Helgi. Héðinn kemur inn á verkstæði Helga.Helgi Gíslason „Sambúðin er bara alveg ágæt nema hvað ég sneri honum til veggjar fyrir ekki alls löngu. Þá batnaði nú samkomulagið,“ segir hann og hlær. Héðinn var helsti hvatamaður að byggingu verkamannabústaðanna við Hringbraut. Þó styttan væri tilbúin fyrir alllöngu dróst að fá hana aftur uppreista því bæði styttan og stöpullinn eru hluti af friðlýstri heild verkamannabústaðanna og varð öll framkvæmdin við að koma henni aftur upp því að fara í gegn um umsóknarferli hjá Minjastofnun. „Svo í haust þá kom niðurstaðan fyrir það að við fáum að gera stöpulinn. Og ég vonast til þess að næsta vor eða seinni part vetrar verði hægt að steypa stöpulinn og að Héðinn verði kominn á sinn stall fyrir 1. maí,“ segir Kristín og það er viðeigandi að Héðinn veðri kominn aftur upp fyrir verkalýðsdaginn sjálfan. En þangað til heldur Héðinn Helga myndhöggvara félagsskap á vinnustofunni. Myndlist Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Styttan var tekin niður við Hringbraut í september 2018. Gera þurfti við stöpul hennar en styttan átti upphaflega að vera komin aftur á sinn stað nokkrum mánuðum síðar. Nú þremur árum seinna bólar ekkert á henni. Og Vesturbæingar spyrja sig einfaldleg: Hvar er Héðinn? Héðinn var merkismaður, gegndi þingmennsku fyrir þrjá flokka á árunum 1926-1942, Alþýðuflokkinn, Sameiningarflokk alþýðu og Sósíalistaflokk. Hann var einnig formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og helsti forystumaður byggingarsamtaka verkamanna sem gengust fyrir byggingu verkamannabústaðanna við Hringbraut. Hvar er afi? Styttuna gerði myndhöggvarinn Sigurjón Ólafsson en hún var reist við Hringbraut árið 1955. Hún gegndi svo auðvitað eftirminnilegu hlutverki í auglýsingu Thule fyrir rúmum áratug. Endurkomu styttunnar á sinn stað hefur seinkað mjög, sem hefur farið nokkuð í taugarnar á barnabarni verkalýðsforingjans, Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttir leikkonu sem vakti athygli á töfunum í fyrra. Þá fékk hún þau svör frá borgarstjóra að Héðinn ætti að vera kominn aftur á sinn stað í ágúst það ár en allt kom fyrir ekki. Steinunn velti málinu svo aftur fyrir sér í síðustu viku: „Hvar er afi?“ spurði hún einfaldlega. „Þetta er frekar vandró að verða.“ Vesen að fara í gegn um Minjastofnun Styttan er í eigu Húsfélags Alþýðu sem gefur skýringar á töfunum. Upphaflega var aðeins gert ráð fyrir að steypa þyrfti nýjan stöpul. Kristín Róbertsdóttir, formaður Húsfélags Alþýðu. Hún gerir ráð fyrir að Héðinn verði kominn aftur á sinn stað fyrir 1. maí.vísir/sigurjón „Þegar styttan var tekin niður þá náttúrulega gerðum við bara ráð fyrir því að við gætum steypt nýjan stöpul og sett styttuna upp aftur en það kom í ljós að það þurfti heilmikið að gera við hana,“ segir Kristín Róbertsdóttir, formaður Húsfélags Alþýðu. Jørn Svendsen, danskur bronssteypari, aðstoðaði frítt við viðgerðina á styttunni.helgi gíslason Myndhöggvarinn Helgi Gíslason var þá fenginn til að laga styttuna og fékk þá danskan bronssteypara með sér í lið, Jørn Svendsen, sem kenndi honum réttu handtökin í viðgerð á bronsstyttu. Hann ákvað að gera það frítt fyrir Helga. „Það var nú alveg ómetanlegt. Við sem sagt keyptum fyrir hann farmiða og svo kom hann bara og vann fyrir Helga og hann gerði þetta bara fyrir vin sinn. Þannig við eigum honum alveg heilmikið að þakka. Alveg frábær maður,“ segir Kristín. Ágæt sambúð Styttan liggur nú tilbúin á vinnustofu Helga. „Hann er búinn að vera hérna inni í dánokkurn tíma. Alveg í næstum því tvö ár. Og við erum orðnir bara, eins og ég segi alltaf „við félagarnir“,“ segir Helgi. Héðinn kemur inn á verkstæði Helga.Helgi Gíslason „Sambúðin er bara alveg ágæt nema hvað ég sneri honum til veggjar fyrir ekki alls löngu. Þá batnaði nú samkomulagið,“ segir hann og hlær. Héðinn var helsti hvatamaður að byggingu verkamannabústaðanna við Hringbraut. Þó styttan væri tilbúin fyrir alllöngu dróst að fá hana aftur uppreista því bæði styttan og stöpullinn eru hluti af friðlýstri heild verkamannabústaðanna og varð öll framkvæmdin við að koma henni aftur upp því að fara í gegn um umsóknarferli hjá Minjastofnun. „Svo í haust þá kom niðurstaðan fyrir það að við fáum að gera stöpulinn. Og ég vonast til þess að næsta vor eða seinni part vetrar verði hægt að steypa stöpulinn og að Héðinn verði kominn á sinn stall fyrir 1. maí,“ segir Kristín og það er viðeigandi að Héðinn veðri kominn aftur upp fyrir verkalýðsdaginn sjálfan. En þangað til heldur Héðinn Helga myndhöggvara félagsskap á vinnustofunni.
Myndlist Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira