Innlent

Skjálfti 3,6 að stærð í Gríms­vötnum

Atli Ísleifsson skrifar
Íhellan í Grímsvötnum hefur lækkað um 77 metra á síðustu dögum.
Íhellan í Grímsvötnum hefur lækkað um 77 metra á síðustu dögum. Vísir/RAX

Skjálfti 3,6 að stærð varð í Grímsvötnum klukkan 6:16 í morgun. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá stærsti 2,3 að stærð. Ekki hefur mælist gosórói á svæðinu.

Frá þessu segir á vef Veðurstofunnar. Þar segir að GPS mælir Veðurstofunnar í Grímsvötnum sýni nú að íshellan hafi sigið um 77 metra. Mikið hafi hægt á siginu og hlaupóróinn minnkað svo draga vegi þá ályktun að vötnin séu búin að tæma sig að mestu.

Rennslið í Gígjukvísl í gær milli 10:30 og 13:00 mældist 2.800 rúmmetrar á sekúndu, en mæling sem gerð var milli 16 og 18 í gær gaf rennslið 2.310 rúmmetrar á sekúndu.

„Dæmi eru um að eldgos verði í Grímsvötnum eftir að vatn hleypur þaðan. Talið er að skyndilegur þrýstiléttir vegna lækkandi vatnsborðs hleypi af stað gosum. Síðast varð atburðarásin slík árið 2004 og þar áður 1934 og 1922,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Fréttin hefur verið uppfærð


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×