Lífið

Ís­lensk hlaða á topp­lista yfir hús ársins

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Húsið hefur vakið athygli út fyrir landsteinana.
Húsið hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Marino Thorlacius/Studio Bua

Hlaða nokkur á Skarðsströnd í Dalasýslu er á meðal þeirra mannvirkja sem kemst á topplista erlends arkítektúrveftímarits yfir flottustu hús ársins.

Húsið er eftirtektarvert fyrir þær sakir að það er reist á grunni niðurníddrar hlöðu en það ber heitið „Hlöðuberg Artist‘s Studio.“ Húsið er hannað af arkitektastofunni Studio Bua, sem er stofnað af þeim Mark Smyth, Sigrúnu Sumarliðadóttur og Giambattista Zaccariotto.

„Bua Studio umbreytti niðurníddri hlöðu í vistarverur og stúdíó listamanns. Hið breytta hús rís frá fyrri steypugrunni og heldur samloðandi karakter við sundurskiptar byggingar á svæðinu. Þar sem hluti þeirra veggja sem eftir voru þóttu of viðkvæmir til að nota í verkið, endurbyggðu arkítektarnir þá í sínu upprunalega ástandi og felldu inn tveggja hæða timburmannvirki,“ segir í umsögn veftímaritsins Designboom um húsið.

Hér má nálgast umfjöllun Designboom, en nánar er síðan fjallað um mannvirkið á vef Studio Bua.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×