Lífið

Birkir Blær kominn í úrslit sænska Idol

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Birkir Blær á sviðinu í kvöld.
Birkir Blær á sviðinu í kvöld. Skjáskot

Birkir Blær Óðinsson komst í kvöld áfram í undanúrslitaþætti sænska Idol. Hann keppir því til úrslita í keppninni á föstudaginn.

Fjórir keppendur tóku þátt í undanúrslitaþættinum, sem samanstóð af tveimur umferðum. Í fyrri umferð þáttarins söng Birkir Blær lagið Sign of the Times eftir Harry Styles. Eftir fyrri umferðina var söngkonan Lana Sulhav kosin út.

Eftir stóðu þrír keppendur og ein umferð skildi Birki Blæ frá úrslitaþættinum. Þar tók Birkir Blær lagið Are you gonna be my girl með hljómsveitinni Jet. Að lokinni annarri umferð datt söngkonan Annika Wickihalder úr keppninni.

Það verða því Birkir Blær og söngkonan Jacqline Mossberg Mounkassa sem mætast í úrslitaþættinum næstkomandi föstudag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.