Þyngdu dóm fyrir kynferðisbrot gegn alvarlega fötluðum skjólstæðingi Smári Jökull Jónsson skrifar 3. desember 2021 18:19 Brotin voru framin sumarið 2016 á um þriggja mánaða tímabili. Síðasta skiptið átti sér stað í Heiðmörk. Vísir / Vilhelm Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir manni sem á síðasta ári var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fötluðum skjólstæðingi sínum. Dómurinn var þyngdur úr tveimur árum í þrjú. Maðurinn var upphaflega dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í júlí á síðasta ári. Hann var þá sakfelldur fyrir að hafa fróað skjólstæðingi sínum í þrígang og notfært sér þannig andlega og líkamlega fötlun hans en hinn dæmdi hafði starfað sem stuðningsfulltrúi brotaþola og annast hann í um áratug. Í dómi Landsréttar kemur fram að manninum hafi verið fullljós þroski og skilningur skjólstæðings síns og að brotaþoli hafi ekki við neinar aðstæður haft forsendur eða getu til að óska eftir eða gefa samþykki fyrir verknaði hins dæmda. Í dómnum er ennfremur sagt að maðurinn sé sakfelldur fyrir alvarleg brot gegn ungum fötluðum manni sem honum hafði verið trúað fyrir en hann hafi ítrekað nýtt sér algjört varnarleysi brotaþola og engu skeytt um hann og stöðu hans. Ásetningur hins dæmda til verksins var talinn sterkur. Í ákæru kemur fram að þolandinn sé með djúpa þroskahömlun, ódæmigerða einhverfu, heilalömum og flogaveiki og því hvorki getað spornað við háttsemi mannsins né skilið þýðingu hennar. Samkvæmt niðurstöðu matsmanna, sem fengnir voru til að leggja mat á hæfni brotaþola til að eiga samskipti við ákærða, hefur brotaþoli ekki hæfni til að láta í ljós sjálfstæðan vilja til kynmaka. Endurteknar athuganir á greindarþroska sýna vitsmunaþroska sem samsvarar þroska 18 mánaða barns og líklega yngra. Auk þess að dæma manninn í þriggja ára fangelsi var hann dæmdur til að greiða áfrýjunarkostnað málsins, 1,2 milljónir í skaðabætur til brotaþola auk málsvarnarlauna verjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþola. Dómsmál Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn alvarlega fötluðum skjólstæðingi Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok júní dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn skjólstæðingi sínum, ungum manni sem er með alvarlega andlega og líkamlega fötlun. 14. júlí 2020 11:59 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Maðurinn var upphaflega dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í júlí á síðasta ári. Hann var þá sakfelldur fyrir að hafa fróað skjólstæðingi sínum í þrígang og notfært sér þannig andlega og líkamlega fötlun hans en hinn dæmdi hafði starfað sem stuðningsfulltrúi brotaþola og annast hann í um áratug. Í dómi Landsréttar kemur fram að manninum hafi verið fullljós þroski og skilningur skjólstæðings síns og að brotaþoli hafi ekki við neinar aðstæður haft forsendur eða getu til að óska eftir eða gefa samþykki fyrir verknaði hins dæmda. Í dómnum er ennfremur sagt að maðurinn sé sakfelldur fyrir alvarleg brot gegn ungum fötluðum manni sem honum hafði verið trúað fyrir en hann hafi ítrekað nýtt sér algjört varnarleysi brotaþola og engu skeytt um hann og stöðu hans. Ásetningur hins dæmda til verksins var talinn sterkur. Í ákæru kemur fram að þolandinn sé með djúpa þroskahömlun, ódæmigerða einhverfu, heilalömum og flogaveiki og því hvorki getað spornað við háttsemi mannsins né skilið þýðingu hennar. Samkvæmt niðurstöðu matsmanna, sem fengnir voru til að leggja mat á hæfni brotaþola til að eiga samskipti við ákærða, hefur brotaþoli ekki hæfni til að láta í ljós sjálfstæðan vilja til kynmaka. Endurteknar athuganir á greindarþroska sýna vitsmunaþroska sem samsvarar þroska 18 mánaða barns og líklega yngra. Auk þess að dæma manninn í þriggja ára fangelsi var hann dæmdur til að greiða áfrýjunarkostnað málsins, 1,2 milljónir í skaðabætur til brotaþola auk málsvarnarlauna verjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþola.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn alvarlega fötluðum skjólstæðingi Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok júní dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn skjólstæðingi sínum, ungum manni sem er með alvarlega andlega og líkamlega fötlun. 14. júlí 2020 11:59 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn alvarlega fötluðum skjólstæðingi Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok júní dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn skjólstæðingi sínum, ungum manni sem er með alvarlega andlega og líkamlega fötlun. 14. júlí 2020 11:59
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent