Frá þessu segir í Morgunblaðinu í morgun, þar sem vísað er í gögn Samtaka atvinnulífsins sem unnin voru úr úrvinnslu Hagstofunnar á skattskrám en með opinberum starfsmönnum er átt við starfsfólk í opinberri stjórnsýslu, fræðslustarfsemi og í heilbrigðis- og félagsþjónustu.
Haft er eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA, að þessi öfugþróun, líkt og hann kallar hana, þarfnist skýringa frá hinu opinbera, en í gær var sagt frá því að heildarlaun opinberra starfsmanna nálgist að vera að meðaltali milljón króna og að hver ráðning kosti að jafnaði á aðra milljón, þegar launatengd gjöld séu tekin með í reikninginn.
Segir hann að útfærsla Lífskjarasamningsins í opinbera geiranum hafi leitt til meiri launahækkana en sem nemur launabreytingum á almennum vinnumarkaði.