Innlent

Segja opinberum starfsmönnum hafa fjölgað um 9.000

Atli Ísleifsson skrifar
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm

Opinberum starfsmönnum hefur fjölgað um níu þúdund frá í september 2017, á sama tíma og starfsfólki á einkamarkaði hefur fækkað um átta þúsund. 

Frá þessu segir í Morgunblaðinu í morgun, þar sem vísað er í gögn Samtaka atvinnulífsins sem unnin voru úr úrvinnslu Hagstofunnar á skattskrám en með opinberum starfsmönnum er átt við starfsfólk í opinberri stjórnsýslu, fræðslustarfsemi og í heilbrigðis- og félagsþjónustu. 

Haft er eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA, að þessi öfugþróun, líkt og hann kallar hana, þarfnist skýringa frá hinu opinbera, en í gær var sagt frá því að heildarlaun opinberra starfsmanna nálgist að vera að meðaltali milljón króna og að hver ráðning kosti að jafnaði á aðra milljón, þegar launatengd gjöld séu tekin með í reikninginn. 

Segir hann að útfærsla Lífskjarasamningsins í opinbera geiranum hafi leitt til meiri launahækkana en sem nemur launabreytingum á almennum vinnumarkaði.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.