Innlent

Dæmdur fyrir árás og hótanir með sveðju

Samúel Karl Ólason skrifar
Maðurinn var á skilorði þegar hann framdi brotið en hann játaði og samþykkti bótaskyldu, auk þess sem hann hafði ekki verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot áður.
Maðurinn var á skilorði þegar hann framdi brotið en hann játaði og samþykkti bótaskyldu, auk þess sem hann hafði ekki verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot áður. Vísir/Jóhann

Héraðsdómur Austurlands dæmdi nýverið mann í þriggja mánaða fangelsi, sem er skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir minniháttar líkamsárás, hótanir og vopnalagabrot fyrir að ráðast á og ógna manni með sveðju.

Sumarið 2019 fór hann inn á heimili annars manns og laumaðist inn í svefnherbergi hans. Þar vakti hann manninn og ógnaði honum með sveðju. Þá lamdi hann manninn ítrekað í andlit og líkama.

Sá sem varð fyrir árásinni hringdi í lögregluna og óskaði eftir aðstoð og hringdi hann úr síma þess dæmda. Þá hafði sá dæmdi og annar maður ekið um með brotaþola og sambýlismann hans.

Frekari upplýsingar má finna hér í dómi Héraðsdóms Austurlands.

Maðurinn var á skilorði þegar hann framdi brotið en hann játaði og samþykkti bótaskyldu, auk þess sem hann hafði ekki verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot áður. Hann hafði þrisvar sinnum verið dæmdur fyrir ölvunar- og sviptingarakstur.

Því var ákveðið að dæma hann aftur á skilorð. Honum var einnig gert að greiða 350 þúsund krónur í skaðabætur og rúmar 154 þúsund krónur í málskostnað.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.