Skipað í nefndir og ruglast á sætanúmerum á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2021 19:21 Birgir Ármannsson var í dag kjörinn forseti Alþingis. Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur fastanefndum þingsins, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn í tveimur hvor um sig og stjórnarandstaðan í einni. Eftir að Birgir Ármannsson hafði verið kjörinn forseti Alþingis lýsti hans tilnefningum og kjöri þingmanna í forsætisnefnd, aðrar átta fastanefndir þingsins og alþjóðanefndir. Sjálfstæðisflokkurinn skipar formenn allsherjar- og menntamálanefndar, efnahags- og viðskiptanefndar og umhverfis- og samgöngunefndar. Framsóknarflokkurinn fær formennsku í atvinnuveganefnd og velferðarnefnd og Vinstri græn taka formennsku í fjárlaganefnd og utanríkismálanefnd. Það hefur bara gerst einu sinni áður að flokki lengst til vinstri á þingi er treyst fyrir formennsku í þeirri nefnd. Samfylkingin skipar síðan formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, eina formannsembættið sem féll stjórnarandstöðunni í skaut. Hér má sjá formenn fastanefnda Alþingis eftir kjör þingmanna í nefndir þingsins í dag.Grafík/Ragnar Visage Þá kom að því sem stundum getur reynst skemmtilegt á þinginu; að draga um hvar þingmenn eiga að sitja í þingsalnum í vetur. Venjulega draga þingmenn sjálfir kúlu úr kassa með sætanúmeri en vegna sóttvarnaráðstafana dró forseti allar kúlurnar. Nýkjörinn forseti Alþingis sló á létta strengi við drátt um þingsæti og sagði að um tíma hafi verið útlit fyrir að tvímenna þyrfti í nokkur sæti í þingsalnum.Vísir/Vilhelm Fyrst var dregið um sæti formanna flokka og þingflokka og gekk það vel fyrir sig. Þegar farið var að draga um sæti annarra þingmanna vandaðist hins vegar málið hjá nýjum forseta. „Björn Leví Gunnarsson fær sæti númer tíu,“ sagði Birgir en þá kom kurr í salinn. „Var Sigmundur búinn að fá númer tíu,“ spurði Birgir og hætti að draga upp númerakúlur. Eftir nokkurra mínútna skoðun var gert hlé á fundinum. Þingmenn tóku því brosandi að sóttvarnaráðstafanir flæktu dálítið skipan í sæti á Alþingi í dag.Vísir/Vilhelm „Þar sem það hefur orðið ruglingur á kúlum í kassanum ætlar forseti að gera hlé á þessum fundi í fimm mínútur þannig að það sé hægt að leiðrétta þennan misskilning sem hefur komið upp,“ kvað forseti upp úr með og sló í bjölluna til marks um þinghlé. Að tæplega sautján mínútna löngum fimm mínútum liðnum hófst drátturinn um sæltin í þingsal aftur. Nýrkjörinn forseti sem fór fyrir kjörbréfanefnd vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi baðst afsökunar á ruglingnum. „Þannig að útlit var fyrir um stund að tvímenna þyrfti í sum sætin. En sem betur fer náði einhver glöggur þingmaður að vekja athygli á þessu,“ sagði Birgir Ármannsson og uppskar hlátur þingheims. Forsætisnefnd kemur saman klukkan hálf tíu í fyrramálið til að skipuleggja fyrstu umræður um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar. Sú umræða mun standa yfir í að minnsta kosti í tvo daga. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2022 Tengdar fréttir Birgir Ármannsson kjörinn forseti Alþingis með 48 atkvæðum Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið kjörinn forseti Alþingis. Hann tekur við embættinu af Steingrími J. Sigfússyni, sem sinnti hlutverkinu á síðasta kjörtímabili. 1. desember 2021 13:18 Þurfti að draga þrisvar í sæti vegna klúðurs Birgir Ármannsson, sem kjörinn var forseti Alþingis í dag, klúðraði hlutun þingmanna í sæti á Alþingi tvisvar í dag. Hann þurfti því að vísa þingmönnum tvisvar úr salnum og gera nokkrar tilraunir til að ná röðuninni réttri. 1. desember 2021 14:24 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Eftir að Birgir Ármannsson hafði verið kjörinn forseti Alþingis lýsti hans tilnefningum og kjöri þingmanna í forsætisnefnd, aðrar átta fastanefndir þingsins og alþjóðanefndir. Sjálfstæðisflokkurinn skipar formenn allsherjar- og menntamálanefndar, efnahags- og viðskiptanefndar og umhverfis- og samgöngunefndar. Framsóknarflokkurinn fær formennsku í atvinnuveganefnd og velferðarnefnd og Vinstri græn taka formennsku í fjárlaganefnd og utanríkismálanefnd. Það hefur bara gerst einu sinni áður að flokki lengst til vinstri á þingi er treyst fyrir formennsku í þeirri nefnd. Samfylkingin skipar síðan formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, eina formannsembættið sem féll stjórnarandstöðunni í skaut. Hér má sjá formenn fastanefnda Alþingis eftir kjör þingmanna í nefndir þingsins í dag.Grafík/Ragnar Visage Þá kom að því sem stundum getur reynst skemmtilegt á þinginu; að draga um hvar þingmenn eiga að sitja í þingsalnum í vetur. Venjulega draga þingmenn sjálfir kúlu úr kassa með sætanúmeri en vegna sóttvarnaráðstafana dró forseti allar kúlurnar. Nýkjörinn forseti Alþingis sló á létta strengi við drátt um þingsæti og sagði að um tíma hafi verið útlit fyrir að tvímenna þyrfti í nokkur sæti í þingsalnum.Vísir/Vilhelm Fyrst var dregið um sæti formanna flokka og þingflokka og gekk það vel fyrir sig. Þegar farið var að draga um sæti annarra þingmanna vandaðist hins vegar málið hjá nýjum forseta. „Björn Leví Gunnarsson fær sæti númer tíu,“ sagði Birgir en þá kom kurr í salinn. „Var Sigmundur búinn að fá númer tíu,“ spurði Birgir og hætti að draga upp númerakúlur. Eftir nokkurra mínútna skoðun var gert hlé á fundinum. Þingmenn tóku því brosandi að sóttvarnaráðstafanir flæktu dálítið skipan í sæti á Alþingi í dag.Vísir/Vilhelm „Þar sem það hefur orðið ruglingur á kúlum í kassanum ætlar forseti að gera hlé á þessum fundi í fimm mínútur þannig að það sé hægt að leiðrétta þennan misskilning sem hefur komið upp,“ kvað forseti upp úr með og sló í bjölluna til marks um þinghlé. Að tæplega sautján mínútna löngum fimm mínútum liðnum hófst drátturinn um sæltin í þingsal aftur. Nýrkjörinn forseti sem fór fyrir kjörbréfanefnd vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi baðst afsökunar á ruglingnum. „Þannig að útlit var fyrir um stund að tvímenna þyrfti í sum sætin. En sem betur fer náði einhver glöggur þingmaður að vekja athygli á þessu,“ sagði Birgir Ármannsson og uppskar hlátur þingheims. Forsætisnefnd kemur saman klukkan hálf tíu í fyrramálið til að skipuleggja fyrstu umræður um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar. Sú umræða mun standa yfir í að minnsta kosti í tvo daga.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2022 Tengdar fréttir Birgir Ármannsson kjörinn forseti Alþingis með 48 atkvæðum Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið kjörinn forseti Alþingis. Hann tekur við embættinu af Steingrími J. Sigfússyni, sem sinnti hlutverkinu á síðasta kjörtímabili. 1. desember 2021 13:18 Þurfti að draga þrisvar í sæti vegna klúðurs Birgir Ármannsson, sem kjörinn var forseti Alþingis í dag, klúðraði hlutun þingmanna í sæti á Alþingi tvisvar í dag. Hann þurfti því að vísa þingmönnum tvisvar úr salnum og gera nokkrar tilraunir til að ná röðuninni réttri. 1. desember 2021 14:24 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Birgir Ármannsson kjörinn forseti Alþingis með 48 atkvæðum Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið kjörinn forseti Alþingis. Hann tekur við embættinu af Steingrími J. Sigfússyni, sem sinnti hlutverkinu á síðasta kjörtímabili. 1. desember 2021 13:18
Þurfti að draga þrisvar í sæti vegna klúðurs Birgir Ármannsson, sem kjörinn var forseti Alþingis í dag, klúðraði hlutun þingmanna í sæti á Alþingi tvisvar í dag. Hann þurfti því að vísa þingmönnum tvisvar úr salnum og gera nokkrar tilraunir til að ná röðuninni réttri. 1. desember 2021 14:24