Innlent

Telja ekki að sprengjan tengist sendi­herra­bú­stað Banda­ríkjanna

Eiður Þór Árnason skrifar
Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til vegna málsins. LJósmyndin er úr safni. 
Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til vegna málsins. LJósmyndin er úr safni.  Ríkislögreglustjóri

Ekkert hefur komið fram sem bendir til að sprengja sem fannst í ruslagámi við Mánatún í gær tengist sendiráði erlends ríkis, að sögn lögreglu. Sendiherrabústaður Bandaríkjanna er í næsta húsi við gáminn.

Þrír voru handteknir í tengslum við málið aðfaranótt þriðjudags í aðgerð sérsveitar ríkislögreglustjóra en sveitin var kölluð til að tryggja vettvang og eyða sprengjunni. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem staðfest er að um hafi verið að ræða heimatilbúna sprengju. Í fyrri tilkynningu kom einungis fram að sérsveitin hefði verið kölluð út eftir að grunsamlegur hlutur fannst í ruslagámi í Mánatúni.

Tveir af mönnunum þremur sem handteknir voru hafa hafið afplánun vegna fyrri refsidóma en þriðja manninum hefur verið sleppt. Að sögn lögreglu miðar rannsókn málsins vel en ekki verða veittar frekari upplýsingar um það að svo stöddu.


Tengdar fréttir

Heimatilbúin sprengja fannst í Mánatúni

Torkennilegur hlutur sem fannst í ruslagámi í Mánatúni í Reykjavík var heimatilbúin sprengja samkvæmt heimildum Vísis. Þrír voru handteknir í aðgerðum sérsveitar lögreglu þar í nótt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×