Rauðvínspeningurinn fer í jólaskraut úr legókubbum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. desember 2021 15:31 Hjónin Jóhanna Stefánsdóttir og Björgvin Birgisson eru sannkallaðir legóunnendur. Vísir/Egill Hjón í Hafnarfirði hafa sett upp töfrandi jólaþorp úr legókubbum á heimili sínu, sjöunda árið í röð. Alltaf bætist í legósafn þeirra og fer stofan bráðum að verða of lítil undir þetta ótrúlega áhugamál þeirra. Þau Jóhanna Stefánsdóttir og Björgvin Birgisson eru sannkallaðir legóunnendur og hafa safnað ýmsum settum frá þessum heimsþekkta leikfangaframleiðanda í gegn um árin. Síðustu sjö ár hafa þau síðan sett upp jólaþorp úr legókubbum í stofunni sinni. Við fengum að kíkja við á heimili hjónanna og skoða þetta magnaða jólaskraut. „Við byrjuðum svona af einhverju ráði árið 2015. Svo hefur þetta smá undið upp á sig. Og í kóvídinu þá sprakk þetta bara alveg út,“ segir Jóhanna. Eruði saman í því að setja þetta allt upp? „Hún er meira í þessu en jú, jú ég hef gaman að þessu líka sko,“ svarar Björgvin. En krakkarnir? „Þeir eru meira svona í skipulagi og listrænir ráðunautar. Þeir koma með krítík þegar þetta gengur ekki alveg upp hjá manni. Reyndar finnst mér þeir fullraunsæir stundum,“ segir Jóhanna. Jóhanna og Björgvin kynntust fyrir tuttugu árum. Hún ber ábyrgð á jólaskreytingum heimilisins.vísir/egill LEGO framleiðir sérstaka jólaseríu og gefur út nýtt jólasett á hverju ári. Jóhanna og Björgvin eiga að sjálfsögðu alla legókassana úr jólaseríunni og hafa reyndar gengið enn lengra og komið fyrir ýmsu öðru efni í þorpinu. Stofan er þannig undirlögð af legókubbum og fer bráðum að vanta pláss fyrir næstu jólaútgáfur frá LEGO. „Við þurfum bara að stækka!“ segir Björgvin en Jóhanna er ekki kannski ekki alveg á sama máli: „ Það er nú allt matarborðið eftir og lyklaborðið. Þannig að við getum alveg bætt við... svo getum við alltaf fært sjónvarpið.“ Legójólaskrautið er farið að teygja sig út fyrir kommóðuna sem var upprunalega ætluð því. Ætli borðstofuborðið verði einnig orðið undirlagt á næsta ári?vísir/egill „Hann hélt ég væri geggjuð“ Hjónin geta ekki giskað á hve miklir fjármunir hafi farið í LEGO í gegn um tíðina þó þeir séu tvímælalaust talsverðir. „Við hættum að drekka fyrir 10 árum. Ég kalla þetta rauðvínspeninginn þannig að... En við eiginlega viljum ekkert vera að taka það mikið saman hvað er búið að fara í þetta,“ segir Jóhanna og hlær. Jóhanna er tvímælalaust meira jólabarn en Björgvin, sem viðurkennir þó að allt jólaskrautið sé nú dálítið huggulegt. LEGO gefur árlega út nýjan pakka undir jólalínu sinni sem heitir á ensku Winter Village. Hjónin eiga alla pakkana úr seríunni.vísir/egill „Það eru einhver tuttugu ár síðan við kynntumst og hann hélt ég væri geggjuð þegar hann sá niður í geymslu hjá mér í fyrsta sinn. Það voru einhverjir átta kassar af jólaskrauti. Honum fannst það dálítið mikið,“ segir Jóhanna. „Og þá var ekki legóið komið sko,“ bendir Björgvin á. „Þetta er mikill burður hjá mér fyrir jólin, að fara niður að ná í kassa.“ Það týnir enginn lyklum á þessu heimili í Hafnarfirði. Legókubbar eru festir við allar lyklakippur heimilisfólksins og þær hengdar beint upp á hillu við heimkomu sem búið er að festa á aðra legókubba.vísir/egill Jól Jólaskraut Hafnarfjörður Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Þau Jóhanna Stefánsdóttir og Björgvin Birgisson eru sannkallaðir legóunnendur og hafa safnað ýmsum settum frá þessum heimsþekkta leikfangaframleiðanda í gegn um árin. Síðustu sjö ár hafa þau síðan sett upp jólaþorp úr legókubbum í stofunni sinni. Við fengum að kíkja við á heimili hjónanna og skoða þetta magnaða jólaskraut. „Við byrjuðum svona af einhverju ráði árið 2015. Svo hefur þetta smá undið upp á sig. Og í kóvídinu þá sprakk þetta bara alveg út,“ segir Jóhanna. Eruði saman í því að setja þetta allt upp? „Hún er meira í þessu en jú, jú ég hef gaman að þessu líka sko,“ svarar Björgvin. En krakkarnir? „Þeir eru meira svona í skipulagi og listrænir ráðunautar. Þeir koma með krítík þegar þetta gengur ekki alveg upp hjá manni. Reyndar finnst mér þeir fullraunsæir stundum,“ segir Jóhanna. Jóhanna og Björgvin kynntust fyrir tuttugu árum. Hún ber ábyrgð á jólaskreytingum heimilisins.vísir/egill LEGO framleiðir sérstaka jólaseríu og gefur út nýtt jólasett á hverju ári. Jóhanna og Björgvin eiga að sjálfsögðu alla legókassana úr jólaseríunni og hafa reyndar gengið enn lengra og komið fyrir ýmsu öðru efni í þorpinu. Stofan er þannig undirlögð af legókubbum og fer bráðum að vanta pláss fyrir næstu jólaútgáfur frá LEGO. „Við þurfum bara að stækka!“ segir Björgvin en Jóhanna er ekki kannski ekki alveg á sama máli: „ Það er nú allt matarborðið eftir og lyklaborðið. Þannig að við getum alveg bætt við... svo getum við alltaf fært sjónvarpið.“ Legójólaskrautið er farið að teygja sig út fyrir kommóðuna sem var upprunalega ætluð því. Ætli borðstofuborðið verði einnig orðið undirlagt á næsta ári?vísir/egill „Hann hélt ég væri geggjuð“ Hjónin geta ekki giskað á hve miklir fjármunir hafi farið í LEGO í gegn um tíðina þó þeir séu tvímælalaust talsverðir. „Við hættum að drekka fyrir 10 árum. Ég kalla þetta rauðvínspeninginn þannig að... En við eiginlega viljum ekkert vera að taka það mikið saman hvað er búið að fara í þetta,“ segir Jóhanna og hlær. Jóhanna er tvímælalaust meira jólabarn en Björgvin, sem viðurkennir þó að allt jólaskrautið sé nú dálítið huggulegt. LEGO gefur árlega út nýjan pakka undir jólalínu sinni sem heitir á ensku Winter Village. Hjónin eiga alla pakkana úr seríunni.vísir/egill „Það eru einhver tuttugu ár síðan við kynntumst og hann hélt ég væri geggjuð þegar hann sá niður í geymslu hjá mér í fyrsta sinn. Það voru einhverjir átta kassar af jólaskrauti. Honum fannst það dálítið mikið,“ segir Jóhanna. „Og þá var ekki legóið komið sko,“ bendir Björgvin á. „Þetta er mikill burður hjá mér fyrir jólin, að fara niður að ná í kassa.“ Það týnir enginn lyklum á þessu heimili í Hafnarfirði. Legókubbar eru festir við allar lyklakippur heimilisfólksins og þær hengdar beint upp á hillu við heimkomu sem búið er að festa á aðra legókubba.vísir/egill
Jól Jólaskraut Hafnarfjörður Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira