Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttirnar sem eru á dagskrá klukkan 18:30.
Telma Tómasson les kvöldfréttirnar sem eru á dagskrá klukkan 18:30.

Fjármálaráðherra segir mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins leggist á eitt með Seðlabankanum og stjórnvöldum í að koma verðbólgunni niður. Hagur eldri borgara og öryrkja verði bættur á næsta ári og stefnt að nýjum samningum um þeirra kjör. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um ný fjárlög og rætt við fulltrúa vinnumarkaðarins og atvinnurekenda í beinni útsendingu.

Lögreglan á Suðurnesjum handtók þrennt í tengslum við umfangsmikið fíkniefnasmygl í síðasta mánuði, eftir að tvær konur reyndu að smygla í gegnum Keflavíkurflugvöll töluverðu magni af metamfetamíni og meira en 6.000 töflum af hörðum ópíóðum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Einnig rýnum við í minnisblað sóttvarnalæknis um omíkron afbrigðið, ræðum við íbúa í Hafnarfirði sem óttast að hús þeirra verði rifin eða færð vegna borgarlínunnar og skoðun jólaþorp sem búið er til úr legó-kubbum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.