Sakar Bjarna Ben um lítilsvirðingu gagnvart landsbyggðinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2021 13:43 Páll Magnússon var þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í fimm ár en hann er ættaður úr Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm Fráfarandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir formann flokksins harðlega hvernig staðið var að ráðherraskipun í nýrri ríkisstjórn. Hann segir sinnuleysi ítrekað gagnvart landsbyggðinni sem eigi eftir að skaða flokkinn enn frekar. Fimm ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn eru með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu. Bjarni Benediktsson býr í Garðabæ, Guðlaugur Þór Þórðarson í Reykjavík, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í Reykjavík, Jón Gunnarsson í Kópavogi og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í Kópavogi. Þau fyrstu fjögur buðu fram í Reykjavíkurkjördæmum eða Kraganum en Þórdís Kolbrún, sem er Akurnesingur, var oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Guðrún Hafsteinsdóttir var oddviti flokksins í Suðurkjördæmi en hún er búsett í Hveragerði. Til stendur að hún taki við ráðherraembætti af Jóni Gunnarssyni þegar átján mánuðir verða liðnir af kjörtímabilinu. Meira og minna íbúar á höfuðborgarsvæðinu Páll Magnússon, fráfarandi þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi, vekur athygli á því í færslu á Facebook að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tapað forystuhlutverkinu í tveimur landsbyggðarkjördæmum af þremur. „Einungis munaði 0,7% - 185 atkvæðum - að þriðja kjördæmið, Suðurkjördæmi, tapaðist líka. Sem sagt talsverðar blikur á lofti með stöðu flokksins úti á landi. Og hvernig er brugðist við?“ spyr Páll og er fljótur að svara spurningunni. „Af þeim sjö trúnaðarstöðum sem formaður flokksins, í raun, hefur skipað til nú þegar (forseti Alþingis og formaður þingflokks auk ráðherranna fimm) eru þingmenn af höfuðborgarsvæðinu settir í sex. Einn – 1 – er utan af landi,“ segir Páll. Óli Björn Kárason, nýr formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, býr á Seltjarnarnesi. Birgir Ármannsson, nýr forseti Alþingis, býr í Reykjavík. Íslandsmet í fjölda ráðherra á höfuðborgarsvæðinu Páll segir Suðurkjördæmi fá sérstaka útreið. „Þetta er þriðja ríkisstjórnin í röð sem formaður Sjálfstæðisflokksins tekur þátt í að mynda, á fimm árum, án þess að sjá ástæðu til að hafa oddvitann í kjördæminu við það borð. Þetta ítrekaða sinnuleysi – eða jafnvel lítilsvirðing – Sjálfstæðisflokksins gagnvart landsbyggðinni á örugglega eftir að skaða flokkinn enn frekar en þó kom í ljós í þessum kosningum.“ Í framhjáhlaupi nefnir hann að við myndum ríkisstjórnar hafi verið jafnað Íslandsmet í fjölda ráðherra sem aftur séu orðnir tólf, fjölgun um einn. „En það voru öll Íslandsmet slegin í fjölda ráðherra af höfuðborgarsvæðinu – tíu talsins!“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, virðist vera eini ráðherrann með lögheimili utan höfuðborgarsvæðisins. Lögheimili Sigurðar Inga er á Flúðum. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Fleiri fréttir Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sjá meira
Fimm ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn eru með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu. Bjarni Benediktsson býr í Garðabæ, Guðlaugur Þór Þórðarson í Reykjavík, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í Reykjavík, Jón Gunnarsson í Kópavogi og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í Kópavogi. Þau fyrstu fjögur buðu fram í Reykjavíkurkjördæmum eða Kraganum en Þórdís Kolbrún, sem er Akurnesingur, var oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Guðrún Hafsteinsdóttir var oddviti flokksins í Suðurkjördæmi en hún er búsett í Hveragerði. Til stendur að hún taki við ráðherraembætti af Jóni Gunnarssyni þegar átján mánuðir verða liðnir af kjörtímabilinu. Meira og minna íbúar á höfuðborgarsvæðinu Páll Magnússon, fráfarandi þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi, vekur athygli á því í færslu á Facebook að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tapað forystuhlutverkinu í tveimur landsbyggðarkjördæmum af þremur. „Einungis munaði 0,7% - 185 atkvæðum - að þriðja kjördæmið, Suðurkjördæmi, tapaðist líka. Sem sagt talsverðar blikur á lofti með stöðu flokksins úti á landi. Og hvernig er brugðist við?“ spyr Páll og er fljótur að svara spurningunni. „Af þeim sjö trúnaðarstöðum sem formaður flokksins, í raun, hefur skipað til nú þegar (forseti Alþingis og formaður þingflokks auk ráðherranna fimm) eru þingmenn af höfuðborgarsvæðinu settir í sex. Einn – 1 – er utan af landi,“ segir Páll. Óli Björn Kárason, nýr formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, býr á Seltjarnarnesi. Birgir Ármannsson, nýr forseti Alþingis, býr í Reykjavík. Íslandsmet í fjölda ráðherra á höfuðborgarsvæðinu Páll segir Suðurkjördæmi fá sérstaka útreið. „Þetta er þriðja ríkisstjórnin í röð sem formaður Sjálfstæðisflokksins tekur þátt í að mynda, á fimm árum, án þess að sjá ástæðu til að hafa oddvitann í kjördæminu við það borð. Þetta ítrekaða sinnuleysi – eða jafnvel lítilsvirðing – Sjálfstæðisflokksins gagnvart landsbyggðinni á örugglega eftir að skaða flokkinn enn frekar en þó kom í ljós í þessum kosningum.“ Í framhjáhlaupi nefnir hann að við myndum ríkisstjórnar hafi verið jafnað Íslandsmet í fjölda ráðherra sem aftur séu orðnir tólf, fjölgun um einn. „En það voru öll Íslandsmet slegin í fjölda ráðherra af höfuðborgarsvæðinu – tíu talsins!“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, virðist vera eini ráðherrann með lögheimili utan höfuðborgarsvæðisins. Lögheimili Sigurðar Inga er á Flúðum.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Fleiri fréttir Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sjá meira