Innlent

Guð­mundur Ingi verður sam­starfs­ráð­herra Norður­landa

Atli Ísleifsson skrifar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í nýju ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í nýju ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur. Vísir/Vilhelm

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála, og vinnumarkaðsráðherra, verður samstarfsráðherra Norðurlanda í nýju ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur.

Þetta var ákveðið á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Guðmundur Ingi tekur við stöðunni af Sigurði Inga Jóhannssyni, núverandi innviðaráðherra, sem fór fyrir málaflokknum á síðasta kjörtímabili.

Samstarfsráðherra ber ábyrgð á norrænu ríkisstjórnarsamstarfi innan Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir hönd forsætisráðherra.

Á vef forsætisráðuneytisins segir að Norræna ráðherranefndin hafi verið stofnuð árið 1971 og sé opinber samstarfsvettvangur ríkisstjórna Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar auk sjálfsstjórnarlandanna Álandseyja, Færeyja og Grænlands.

„Norræna ráðherranefndin vinnur að sameiginlegum lausnum á þeim sviðum þar sem Norðurlöndin geta náð betri árangri með því að vinna saman en að leysa verkefnin hvert í sínu lagi. Í framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndin er sett það markmið að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heim fyrir 2030.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.