Lífið

Atlantsolía gefur út plötu: „Ég vildi óska þess að þetta væri brandari“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Atlantsolía prófar nýja leið í markaðsmálum.
Atlantsolía prófar nýja leið í markaðsmálum. Vísir/Vilhelm

Eldsneytisfyrirtækið Atlantsolía gaf út plötu á Spotify í vikunni. Platan hefur titilinn Reif í dæluna og inniheldur fjögur lög.

Lögin á plötunni eru Bið ekki um meira, Bensínhetjan, Bensínlaus og dælur víða. Saga Garðarsdóttir syngur lögin en hún hefur verið áberandi í auglýsingum olíufyrirtækisins undanfarin ár. 

Verkefnið er á vegum H:N Markaðssamskipti. Á Facebook síðu fyrirtækisins fær platan blendin viðbrögð. Einhver skrifar „Góður“ en aðrir viðskiptavinir skrifa athugasemdir eins og „Ég vildi óska þess að þetta væri brandari“ og „Hættið að eyða miljónum í auglýsingar og lækkið eldsneytið frekar.“

Skjáskot af Spotify

Dæmi hver fyrir sig. Plötuna má heyra í heild sinni á Spotify.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×