Samstarf í þingnefndum hafi gengið illa á síðasta kjörtímabili Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 29. nóvember 2021 21:31 Sigurður Ingi segir samstarf milli stjórnar og stjórnarandstöðu hafa gengið illa síðast. Stöð 2 Ný ríkisstjórn Íslands ætlar að taka aftur formennsku allra nefnda, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd undanskilinni. Sigurður Ingi Jóhannsson segir það rökrétt framhald af slæmri samvinnu meðal stjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar í nefndum. Skiptar skoðanir eru meðal stjórnarandstöðunnar um málið. Á síðasta kjörtímabili fór stjórnarandstaðan með formennsku í þremur nefndum en fær nú aðeins formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Undanfarin ár hefur verið hefð fyrir því að stjórnarandstaðan fái formennsku í nokkrum nefndum en nú verður að mestu horfið frá því. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, sagði það ekkert launungamál að í hennar flokki hefði ekki ríkt mikil ánægja með það hvernig nefndarstörf gengu fyrir sig í nokkrum nefndum sem stjórnarandstaðan hefði farið með formennsku í. Það væri þó ekki algilt. Breytingin veiki stemninguna innanhúss Berþór Ólasons, þingmaður Miðflokksins, segir í samtali við fréttastofu að hann sé sáttur með breytinguna og telji að hún muni skerpa línurnar milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Hann gegndi formennsku umhverfis- og skipulagsnefndar þingsins á síðasta kjörtímabili. Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir kúnstugt að sjá ríkisstjórnina, sem á síðasta kjörtímabili boðaði styrkingu Alþingis og aukið traust á stjórnmálum, afturkalla þá stefnu og sýn á stjórnmálum. „Ég held að þetta í rauninni veiki stemninguna hérna innanhúss,“ segir hún. Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, tekur undir orð Helgu Völu. „Ég held að þetta sé algjör uppgjöf, í raun og veru. Þau eru búin að gefast upp á þessari hugmynd sinni að efla Alþingi, stjórnarandstöðuna og lýðræðið. Maður sér það líka í því hvernig er búið að mynda þessa ríkisstjórn. Þetta eru þrír aðilar sem sjá bara um þetta, það er ekkert verið að hafa samráð við flokkana eða aðra ráðherra,“ segir hún. Svo virðist vera sem valdastólar séu gefnir af handahófi og ferlið allt sé mjög furðulegt. Þær Helga Vala og Halldóra eru þó bjartsýnar fyrir komandi kjörtímabili og segja samstarf innan stjórnarandstöðunnar vera til fyrirmyndar. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 að lokinni yfirferð yfir lyklaskipti dagsins. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira
Á síðasta kjörtímabili fór stjórnarandstaðan með formennsku í þremur nefndum en fær nú aðeins formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Undanfarin ár hefur verið hefð fyrir því að stjórnarandstaðan fái formennsku í nokkrum nefndum en nú verður að mestu horfið frá því. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, sagði það ekkert launungamál að í hennar flokki hefði ekki ríkt mikil ánægja með það hvernig nefndarstörf gengu fyrir sig í nokkrum nefndum sem stjórnarandstaðan hefði farið með formennsku í. Það væri þó ekki algilt. Breytingin veiki stemninguna innanhúss Berþór Ólasons, þingmaður Miðflokksins, segir í samtali við fréttastofu að hann sé sáttur með breytinguna og telji að hún muni skerpa línurnar milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Hann gegndi formennsku umhverfis- og skipulagsnefndar þingsins á síðasta kjörtímabili. Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir kúnstugt að sjá ríkisstjórnina, sem á síðasta kjörtímabili boðaði styrkingu Alþingis og aukið traust á stjórnmálum, afturkalla þá stefnu og sýn á stjórnmálum. „Ég held að þetta í rauninni veiki stemninguna hérna innanhúss,“ segir hún. Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, tekur undir orð Helgu Völu. „Ég held að þetta sé algjör uppgjöf, í raun og veru. Þau eru búin að gefast upp á þessari hugmynd sinni að efla Alþingi, stjórnarandstöðuna og lýðræðið. Maður sér það líka í því hvernig er búið að mynda þessa ríkisstjórn. Þetta eru þrír aðilar sem sjá bara um þetta, það er ekkert verið að hafa samráð við flokkana eða aðra ráðherra,“ segir hún. Svo virðist vera sem valdastólar séu gefnir af handahófi og ferlið allt sé mjög furðulegt. Þær Helga Vala og Halldóra eru þó bjartsýnar fyrir komandi kjörtímabili og segja samstarf innan stjórnarandstöðunnar vera til fyrirmyndar. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 að lokinni yfirferð yfir lyklaskipti dagsins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira