Drungalegt yfir Skálholtskirkju og kirkjuklukkurnar þagnaðar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. nóvember 2021 21:48 Ómáluð Skálholtsdómkirkja en það stendur þó allt til bóta á nýju ári. Vísir/Egill Aðalsteinsson Það er hálf drungalegt í Skálholti þessa dagana í skammdeginu því kirkjan er ómáluð og kirkjuklukkur kirkjunnar eru þagnaðar. Það horfir þó til bjartari tíma næsta vor þegar kirkjan verður máluð og nýjar kirkjuklukkur verða settar upp, auk nýs þaks á kirkjuna. Það er mjög sérstakt að koma í Skálholt og sjá glæsilegu kirkjuna á staðnum svona drungaleg og ómálaða eins og raun ber vitni. Öll málningin var smúluð af kirkjunni í haust og verður hún máluð upp á nýtt næsta vor. Þá stendur til að skipta um þak kirkjunnar og verða nýjar steinhellur frá Noregi settar á þakið. En mál málanna í Skálholti eru kirkjuklukkurnar uppi í turni en þær hafa nú verið teknar niður af klukkusmið frá Danmörku, sem mun sjá um viðgerð á klukkunum. Kirkjuklukkurnar voru á sínum tíma gjöf frá Norðurlöndunum en það var danska klukkan sem brotnaði með hvelli fyrir tuttugu árum. „Já, það á að endurnýja hér allt, grindurnar líka, sem þær hanga í og verið er að steypa nýja klukku fyrir þá dönsku, sem brotnaði. Hún kemur hingað en þetta er allt saman kostað af Verndarsjóði Skálholtsdómkirkju. Þetta er mikil framkvæmd, sérstaklega vandasamt í sambandi við nýju klukkuna og hvernig hún á að líta út. Við erum búin að finna réttan tón, sem er ekki alveg sjálfgefið og svo settum við á hana áletrun úr Jeseya um að orð guðs varir að eilífu, höfðum það á latínu, svo allir myndu skilja það,“ segir Kristján Björnsson, vígslubiskup. En hversu mikilvægt er að kirkjuklukkur hljómi vel? „Það er bara mjög mikilvægt því annars kemur fólk ekki til messu,“ segir Kristján. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti innan um kirkjuklukkurnar í turni kirkjunnar. Klukkum í turninum verður ekki hringt aftur fyrr en næsta vorMagnús Hlynur Hreiðarsson Kristján segir það mjög sérstakt að kirkjuklukkurnar í Skálholti séu þagnaðar og munu þegja næstu mánuði. Hann hefur helst áhyggjur af því að hann sjálfur gleymi að mæta í messur þegar engar klukkur eru til að minna sig á að mæta. Hann segir að mögulega verði jólin hringdi inn með kirkjuklukku frá 12. öld, sem er inn í kirkjunni sjálfri. Bláskógabyggð Trúmál Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Það er mjög sérstakt að koma í Skálholt og sjá glæsilegu kirkjuna á staðnum svona drungaleg og ómálaða eins og raun ber vitni. Öll málningin var smúluð af kirkjunni í haust og verður hún máluð upp á nýtt næsta vor. Þá stendur til að skipta um þak kirkjunnar og verða nýjar steinhellur frá Noregi settar á þakið. En mál málanna í Skálholti eru kirkjuklukkurnar uppi í turni en þær hafa nú verið teknar niður af klukkusmið frá Danmörku, sem mun sjá um viðgerð á klukkunum. Kirkjuklukkurnar voru á sínum tíma gjöf frá Norðurlöndunum en það var danska klukkan sem brotnaði með hvelli fyrir tuttugu árum. „Já, það á að endurnýja hér allt, grindurnar líka, sem þær hanga í og verið er að steypa nýja klukku fyrir þá dönsku, sem brotnaði. Hún kemur hingað en þetta er allt saman kostað af Verndarsjóði Skálholtsdómkirkju. Þetta er mikil framkvæmd, sérstaklega vandasamt í sambandi við nýju klukkuna og hvernig hún á að líta út. Við erum búin að finna réttan tón, sem er ekki alveg sjálfgefið og svo settum við á hana áletrun úr Jeseya um að orð guðs varir að eilífu, höfðum það á latínu, svo allir myndu skilja það,“ segir Kristján Björnsson, vígslubiskup. En hversu mikilvægt er að kirkjuklukkur hljómi vel? „Það er bara mjög mikilvægt því annars kemur fólk ekki til messu,“ segir Kristján. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti innan um kirkjuklukkurnar í turni kirkjunnar. Klukkum í turninum verður ekki hringt aftur fyrr en næsta vorMagnús Hlynur Hreiðarsson Kristján segir það mjög sérstakt að kirkjuklukkurnar í Skálholti séu þagnaðar og munu þegja næstu mánuði. Hann hefur helst áhyggjur af því að hann sjálfur gleymi að mæta í messur þegar engar klukkur eru til að minna sig á að mæta. Hann segir að mögulega verði jólin hringdi inn með kirkjuklukku frá 12. öld, sem er inn í kirkjunni sjálfri.
Bláskógabyggð Trúmál Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira