Lífið

Gjörbreyttu húsi sínu á Álftanesinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
María Gomez tók hús sig á Álftanesinu í gegn. 
María Gomez tók hús sig á Álftanesinu í gegn. 

Bloggarinn og áhrifavaldurinn María Gomez hefur alveg slegið í gegn með síðu sínar paz.is og á Instagram en þar eru hún með tugir þúsunda fylgjenda.

Á þessum tveimur miðlum fjallar hún bæði um mat og heimili.

María er mjög úrræðagóð og hugmyndarík þegar kemur að breytingum í húsnæði sínu og hefur gert upp hús á einstaklega flottan hátt.

Vala Matt fór í innlit til Maríu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær og fékk að sjá fyrir og eftir myndir af flottu húsi hennar á Álftanesinu í þessum fyrri hluta innlitsins og svo í næstu viku fáum við að sjá nýtt hús sem hún er nýbúin að taka í gegn í Garðabænum.

Hér að neðan má sjá breytinguna á húsi þeirra hjóna á Álftanesinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.