Lífið

Þing­maður Flokks fólksins dottaði í þing­sal

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Atkvæðagreiðsla fór fram í kvöld.
Atkvæðagreiðsla fór fram í kvöld. Vísir/Vilhelm

Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, virðist hafa orðið þreyttur á umræðum í þinginu. Umræða og atkvæðagreiðsla um tillögur fulltrúa í kjörbréfanefnd fór fram í dag og í kvöld.

Niðurstaða liggur nú fyrir: Kjörbréf allra þingmanna hafa verið staðfest. Tómasi þykir umræðan greinilega hafa dregist á langinn, eins og sjá má á mynd sem hann birti á Twitter síðu sinni fyrr í kvöld.

Fréttastofa náði tali af Tómasi þegar hann var nýkominn heim eftir langan dag. Þingmaðurinn er spenntur fyrir starfinu og segir umhverfið aðlaðandi: „Ég held að þetta verði bara áhugaverðasta starf,“ segir Tómas léttur í bragði.

„Ég var að hlusta og hlusta og hlusta og svo aðeins sofnaði ég. Maður mátti til með að setja hana á Twitter fyrst að þetta var komið í loftið. Ég er alveg ófeiminn. Maður kippir sér ekkert upp við það þegar maður gerir svona vitleysu,“ segir Tómas og hlær.


Tengdar fréttir

Samþykktu kjörbréf allra þingmanna

Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×