Lífið

Auddi og Sveppi í 70 mínútum sjötugir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stórskemmtileg teiknimynd í síðasta þætti af Stóra sviðinu.
Stórskemmtileg teiknimynd í síðasta þætti af Stóra sviðinu.

Þátturinn Stóra sviðið er fjölskylduþáttur þar sem skemmtun og afþreying eru í aðalhlutverki.

Steinunn Ólína leggur fyrir þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr., fyndnar og fjölbreyttar áskoranir í hverjum þætti.

Í þættinum á föstudaginn mættu þeir Sveppi og Ari Eldjárn sem gestaþátttakendur en Sveppi var að sjálfsögðu með Audda í liði og Ari með Steinda.

Eitt af verkefnunum í síðasta þætti var að framleiða teiknimynd og talsetja hana. Auddi og Sveppi gáfu út teiknimynd þar sem þeir voru enn með þáttinn vinsæla 70 mínútur en orðnir sjötugir.

Synir Auðuns, sem eru í dag tveggja ára og nokkurra mánaða, fara með hlutverk í myndinni og eru ekki parhrifnir af því að pabbi þeirra sé enn í þættinum.

Útkoman mjög spaugileg eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Auddi og Sveppi í 70 mínútum sjötugirFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.