Fréttir

Enn fleiri smit á sunnan­verðum Vest­fjörðum

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær.
147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Fleiri hafa greinst með kórónuveiruna á sunnanverðum Vestfjörðum á undanförnum dögum, en nú eru 22 einstaklingar með staðfest smit. Flest smitin eru á Patreksfirði og heimsóknarbann er á legudeild heilbrigðisstofnunarinnar í bænum.

Töluverðar takmarkanir verða á starfsemi Vesturbyggðar vegna aukins fjölda smita. Engin starfsemi verður í skólum á Patreksfirði fram yfir helgi, en ástandið verður metið á sunnudaginn. Íþróttastarfsemi og tónlistarkennsla fellur niður og bókasafni Vesturbyggðar á Patreksfirði einnig lokað.

Í tilkynningu frá Vesturbyggð segir að starfsemi leikskólans Akrakletts á Patreksfirði sé viðkvæm vegna manneklu. Foreldrar sem hafi tök á eru beðnir um að halda börnum sínum heima. Íbúar eru beðnir um að koma ekki í ráðhús Vesturbyggðar nema brýna nauðsyn beri til.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.