Ungir Sjálfstæðismenn gagnrýna Svandísi og kalla eftir afléttingum hið fyrsta Atli Ísleifsson skrifar 24. nóvember 2021 13:11 Svandís Svavarsdóttir hefur verið heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Samband ungra Sjálstæðismanna gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og hefur kallað eftir því að takmörkunum stjórnvalda vegna faraldurs kórónuveirunnar verði aflétt hið fyrsta. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar SUS. Þar segir að „frelsisskerðandi aðgerðir [verði] ekki réttlætanlegar til lengdar“ og á sama tíma kalli sambandið eftir heilbrigðisráðherra sem sé „tilbúinn að veita borgurum frelsi sitt að nýju.“ Er Svandís gagnrýnd fyrir að hafa ekki aðlagað Landspítalann að ástandinu með því að úthýsa verkefnum og þess í stað lagt áherslu á að færa verkefni frá einkaaðilum og til spítalans með tilheyrandi aukna álagi. Reiknað er með að Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn muni á næstu dögum tilkynna um endurnýjað samstarf flokkanna í ríkisstjórn og nýjan stjórnarsáttmála. Í ályktuninni frá SUS segir að takmarkanir vegna Covid-19 hafi verið hertar 12. nóvember, þrátt fyrir að 99 prósent smitaðra þurfi ekki á spítalainnlögn að halda. „Rök sem sett eru fyrir enn frekari takmörkunum eru þau að mikilvægt sé að vernda heilbrigðiskerfið. Heilbrigðisráðherra hefur haft tvö ár til að aðlaga spítalann að ástandinu. Í stað þess að létta álagi af spítalanum, t.a.m. með því að úthýsa verkefnum sem einkaaðilar geta séð um, þá hefur ráðherrann lagt áherslu á að færa verkefni frá einkaaðilum yfir á Landspítala með auknu álagi,“ segir í ályktuninni. Ingveldur Anna Sigurðardóttir, 2. varaformaður SUS; Lísbet Sigurðardóttir, formaður SUS; og Steinar Ingi Kolbeins, varaformaður.SUS Neyðarúrræði Ennfremur segir að mjög ríkar kröfur séu, og eigi að vera, gerðar til beitingu frelsisskerðandi aðgerða. „Að mati SUS uppfyllir rekstrarvandi ríkissjúkrahúsins ekki þær kröfur. Ráðast þarf að rót vandans og undirbúa sjúkrahúsið fyrir smitbylgjur, sem eru ekki á förum og eru orðnar partur af nýjum raunveruleika. Félagsleg og efnahagsleg áhrif af slíkum takmörkunum eru þess eðlis að þau ættu að vera algjört neyðarúrræði. Hlutfall bólusettra 12 ára og eldri er 89% og í upphafi faraldursins var talað um að hjarðónæmi myndi nást á þeim tímapunkti. Komið hefur á daginn að yfirlýsingar sóttvarna yfirvalda þess efnis að hjarðónæmi náist með ákveðnum fjölda skammta af bóluefni eru byggðar á vísindalegum getgátum og því ljóst að þær nægja ekki sem langtímaáætlun stjórnvalda um hvernig „lifa megi með veirunni“. Stjórnvöld verða að setja fram langtímaáætlanir vegna veirunnar svo að einstaklingar geti hagað sínum lifnaðarháttum eftir því og að atvinnurekendur, og sérstaklega þau sem hafa atvinnu sína af viðburðahaldi, búi ekki við þann ótta að þeim gæti orðið skylt að loka eða haga sér með einum eða öðrum hætti með skömmum fyrirvara,“ segir í ályktun SUS. Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjöldi svæða á landinu misst samband Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Sjá meira
Þetta kemur fram í ályktun stjórnar SUS. Þar segir að „frelsisskerðandi aðgerðir [verði] ekki réttlætanlegar til lengdar“ og á sama tíma kalli sambandið eftir heilbrigðisráðherra sem sé „tilbúinn að veita borgurum frelsi sitt að nýju.“ Er Svandís gagnrýnd fyrir að hafa ekki aðlagað Landspítalann að ástandinu með því að úthýsa verkefnum og þess í stað lagt áherslu á að færa verkefni frá einkaaðilum og til spítalans með tilheyrandi aukna álagi. Reiknað er með að Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn muni á næstu dögum tilkynna um endurnýjað samstarf flokkanna í ríkisstjórn og nýjan stjórnarsáttmála. Í ályktuninni frá SUS segir að takmarkanir vegna Covid-19 hafi verið hertar 12. nóvember, þrátt fyrir að 99 prósent smitaðra þurfi ekki á spítalainnlögn að halda. „Rök sem sett eru fyrir enn frekari takmörkunum eru þau að mikilvægt sé að vernda heilbrigðiskerfið. Heilbrigðisráðherra hefur haft tvö ár til að aðlaga spítalann að ástandinu. Í stað þess að létta álagi af spítalanum, t.a.m. með því að úthýsa verkefnum sem einkaaðilar geta séð um, þá hefur ráðherrann lagt áherslu á að færa verkefni frá einkaaðilum yfir á Landspítala með auknu álagi,“ segir í ályktuninni. Ingveldur Anna Sigurðardóttir, 2. varaformaður SUS; Lísbet Sigurðardóttir, formaður SUS; og Steinar Ingi Kolbeins, varaformaður.SUS Neyðarúrræði Ennfremur segir að mjög ríkar kröfur séu, og eigi að vera, gerðar til beitingu frelsisskerðandi aðgerða. „Að mati SUS uppfyllir rekstrarvandi ríkissjúkrahúsins ekki þær kröfur. Ráðast þarf að rót vandans og undirbúa sjúkrahúsið fyrir smitbylgjur, sem eru ekki á förum og eru orðnar partur af nýjum raunveruleika. Félagsleg og efnahagsleg áhrif af slíkum takmörkunum eru þess eðlis að þau ættu að vera algjört neyðarúrræði. Hlutfall bólusettra 12 ára og eldri er 89% og í upphafi faraldursins var talað um að hjarðónæmi myndi nást á þeim tímapunkti. Komið hefur á daginn að yfirlýsingar sóttvarna yfirvalda þess efnis að hjarðónæmi náist með ákveðnum fjölda skammta af bóluefni eru byggðar á vísindalegum getgátum og því ljóst að þær nægja ekki sem langtímaáætlun stjórnvalda um hvernig „lifa megi með veirunni“. Stjórnvöld verða að setja fram langtímaáætlanir vegna veirunnar svo að einstaklingar geti hagað sínum lifnaðarháttum eftir því og að atvinnurekendur, og sérstaklega þau sem hafa atvinnu sína af viðburðahaldi, búi ekki við þann ótta að þeim gæti orðið skylt að loka eða haga sér með einum eða öðrum hætti með skömmum fyrirvara,“ segir í ályktun SUS.
Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjöldi svæða á landinu misst samband Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Sjá meira