Innlent

Hópuðust saman við heimili sam­nemanda og ætluðu að taka lögin í sínar hendur

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Lögregla var kölluð að heimilinu klukkan um 20 mínútur í tíu í gærkvöldi.
Lögregla var kölluð að heimilinu klukkan um 20 mínútur í tíu í gærkvöldi. vísir/tumi

Lög­regla á höfuð­borgar­svæðinu var kölluð út að heimili í Garða­bæ í gær­kvöldi en stór hópur krakka hafði safnast saman fyrir utan það og haft í hótunum við heimilis­fólkið. Að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn gerir ráð fyrir að heimilis­fólkið leggi inn kærur á morgun og að málið verði í fram­haldi unnið í sam­starfi við barna­verndar­yfir­völd, enda séu krakkarnir ó­sak­hæfir.

„Þetta mál varðar hótanir frá ó­lög­ráða ein­stak­lingum sem eru þarna að veitast að fólkinu sem býr í húsinu út af ein­hverju mynd­skeiði á TikTok sem er síðan sagður vera til­búningur,“ segir Skúli Jóns­son að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn í sam­tali við Vísi.

Krakkarnir eru á ung­linga­stigi og voru komnir ansi margir saman fyrir utan heimili fólksins í gær, jafn­vel ein­hverjir tugir krakka.

Ásakanir á samfélagsmiðlum

Um­rætt mynd­band tengist 13 ára sam­nemanda krakkanna en hann er þar sakaður um al­var­legt at­hæfi. Skóla­stjórinn sendi for­eldrum póst í dag þar sem málið var rætt og for­eldrar ein­dregið hvattir til að ræða við börn sín um al­var­leika þess að taka þátt í á­rásum, of­beldi og hótunum á hendur öðru barni.

Í pósti skóla­stjórans er málið rakið og talað um að nemandinn hafi verið sakaður um al­var­legt at­hæfi á sam­fé­lags­miðlum. Á­sakanirnar hafi síðan undið upp á sig alla vikuna. Í kjöl­farið hafi skemmdar­verk verið unnin á skáp nemandans og náms­gögnum og loks á heimili hans. Myndir hafi verið birtar af heimilinu á sam­fé­lags­miðlum á­samt nöfnum og síma­númerum hans og for­eldra hans.

Í gær­kvöldi hafi síðan nokkrir tugir krakka safnast saman fyrir utan heimilið og sím­hringingum og skila­boðum tók að rigna inn til heimilismanna þar sem nemandanum var meðal annars hótað líf­láti og hvattur til að drepa sig.

Svona virkar réttarkerfið ekki

„Það var mikið á­reiti þarna í gær og símarnir hjá fólkinu hringdu allir lát­laust,“ segir Skúli.

Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.vísir/vilhelm

Málið sé við­kvæmt enda um ó­lög­ráða ein­stak­linga að ræða þar. Sak­hæfis­aldur á Ís­landi er þó 15 ára og þeir sem brjóta af sér á þeim aldri lúti sömu lög­málum og full­orðnir þegar kemur að kærum og lög­reglu­rann­sókn. Þegar um yngri ein­stak­linga sé að ræða verði að vinna slík mál í nánu sam­starfi við barna­verndar­yfir­völd.

„Við gerum ráð fyrir því að í­búarnir þarna komi til okkar í fyrra­málið og leggi fram kærur vegna málsins. Síðan, eins og gefur að skilja, þegar við erum að tala um svona ó­sak­hæfa grunn­skóla­krakka þá er þetta orðið flókið og við verðum að vinna það með barna­verndar­yfir­völdum,“ segir Skúli.

Honum sýnist sem þarna hafi ein­hver um­ræða á sam­fé­lags­miðlum farið gjör­sam­lega úr böndunum hjá krökkunum.

„Svo virðist sem þarna ætli þau að fara að taka málin í sínar hendur og af­greiða eitt­hvað vegna ein­hverra á­sakana sem hafa farið af stað. En svo­leiðis virkar okkar réttar­kerfi bara alls ekki og mikil­vægt að þau skilji það.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×