Skemmdarverk í Krónunni á Selfossi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2021 12:42 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Verslunarstjóri Krónunnar á Selfossi tilkynnti að verslunin hyggist hætta að gefa vörur vegna skemmdarverka. Verslunin hafði gefið vörur sem komnar höfðu verið fram yfir „best fyrirׅ“ dagsetninguna. Verslunarstjórinn birtir tilkynninguna í Facebook-hópnum „Íbúar á Selfossi,“ en þar segir hann að matvörur, og annað sem komið hafi verið fram yfir söludag, hafi ítrekað verið notað til skemmdarverka í húsinu. Hann nefnir tannkrem sem dæmi, en því var klínt á veggi og glugga í húsi Krónunnar. Þá var hnetum var dreift yfir rúllustiga og glerkrukkum með matvælum var grýtt í veggi bílakjallarans. Matthías Ingi segir í samtali við fréttastofu að málið sé auðvitað leiðinlegt og telur líklegt að börn hafi verið að verki. Hann birti færsluna í von um að foreldrar ræði við börnin sín, en tekur þó fram að hann vilji ekki ásaka börn sérstaklega. Þetta hafi auðvitað geta verið hver sem er. Aðalástæðan fyrir birtingunni hafi verið að vekja athygli á málinu. „Þetta er alveg ömurlegt“ „Þetta er alveg ömurlegt. Tannkremið sá maður út um allar koppagrundir hér innanbæjar, í klessu á gangstéttum. Alveg ótrúlegt hversu mikið er til af þessum svörtu sauðum. Veitir ekki af að fræða krakkagríslingana betur því sjaldan er góð vísa of oft kveðin,“ skrifar einn meðlimur hópsins undir færslu verslunarstjórans. Matthías Ingi segir að til standi að gefa matvælin - eða vörurnar - til hjálparsamtaka á næstunni, og áréttar að þetta sé ekkert stórmál. Magnið hafi ekki verið mikið og matvörurnar fara til hjálparstofnana til að byrja með. „Ég vona það að þetta sé eitthvað tímabundið sem er í gangi núna. Það hafa reglulega verið veggjakrot og svona sem hafa komið upp, en þetta er leiðinlegt mál þegar maður er að reyna að nýta nothæfar matvörur og þær eru notaðar í þessum tilgangi. Þessu verður ekki hent, við finnum bara aðrar leiðir,“ segir Matthías. Árborg Verslun Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Verslunarstjórinn birtir tilkynninguna í Facebook-hópnum „Íbúar á Selfossi,“ en þar segir hann að matvörur, og annað sem komið hafi verið fram yfir söludag, hafi ítrekað verið notað til skemmdarverka í húsinu. Hann nefnir tannkrem sem dæmi, en því var klínt á veggi og glugga í húsi Krónunnar. Þá var hnetum var dreift yfir rúllustiga og glerkrukkum með matvælum var grýtt í veggi bílakjallarans. Matthías Ingi segir í samtali við fréttastofu að málið sé auðvitað leiðinlegt og telur líklegt að börn hafi verið að verki. Hann birti færsluna í von um að foreldrar ræði við börnin sín, en tekur þó fram að hann vilji ekki ásaka börn sérstaklega. Þetta hafi auðvitað geta verið hver sem er. Aðalástæðan fyrir birtingunni hafi verið að vekja athygli á málinu. „Þetta er alveg ömurlegt“ „Þetta er alveg ömurlegt. Tannkremið sá maður út um allar koppagrundir hér innanbæjar, í klessu á gangstéttum. Alveg ótrúlegt hversu mikið er til af þessum svörtu sauðum. Veitir ekki af að fræða krakkagríslingana betur því sjaldan er góð vísa of oft kveðin,“ skrifar einn meðlimur hópsins undir færslu verslunarstjórans. Matthías Ingi segir að til standi að gefa matvælin - eða vörurnar - til hjálparsamtaka á næstunni, og áréttar að þetta sé ekkert stórmál. Magnið hafi ekki verið mikið og matvörurnar fara til hjálparstofnana til að byrja með. „Ég vona það að þetta sé eitthvað tímabundið sem er í gangi núna. Það hafa reglulega verið veggjakrot og svona sem hafa komið upp, en þetta er leiðinlegt mál þegar maður er að reyna að nýta nothæfar matvörur og þær eru notaðar í þessum tilgangi. Þessu verður ekki hent, við finnum bara aðrar leiðir,“ segir Matthías.
Árborg Verslun Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira