Innlent

Neitar að hafa kallað trans­ konu „karl í kerlinga­pels“

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Hverfisbarnum hefur nú verið lokað.
Hverfisbarnum hefur nú verið lokað. Vísir/Vilhelm

Aðalmeðferð í máli fyrrum dyravarðar skemmtistaðarins Hverfisbarsins, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Dyravörðurinn er ákærður fyrir brot á lögum vegna mismununar, fyrir að hafa meinað Sæborgu Ninju Urðardóttur aðgang að skemmtistaðnum.

Dyravörðurinn, Þór Bergsson, ber fyrir sig að ákveðinn klæðaburður Sæborgar hafi ekki verið í samræmi við reglur um klæðaburð gesta á staðnum. Samkvæmt reglunum væri miðað við „snyrtilegan klæðnað,“ eins og segir í frétt Fréttablaðsins. Dyravörðurinn taldi klæðnað Sæborgar ekki falla nægilega að þeim reglum.

Sæborg telur að brotið hafi verið á sér vegna kynvitundar. Háni hafi raunverulega verið hent út vegna fordóma dyravarðarins gagnvart trans fólki.  Lykilvitni í málinu segir dyravörðinn hafa rangkynjað Sæborgu og sagt í kjölfarið: „Ég ætla ekki að hleypa þessum gaur í kerlingapels inn á staðinn.“

Sjá einnig: Hverfisbarinn harmar ummæli um trans konu en vísar í reglur um klæðaburð



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×